Skipun öldungaráðs.

Hafsteinn Sigurbjörnsson
  • Skráð: 26.04.2011 08:36

2. erindi til Stjórnlagaráðs.

Hugmynd að skipun öldungaráðs.

Stofna skal öldungaráð 15 manna. Verkefni þess er, skipun manna í allar dómarastöður á Íslandi.
Rétthafar til ráðsins eru þeir, sem hafa verið prófessorar við Háskóla á Íslandi. Orðnir 65 ára, komnir á eftirlaun og hættir öllum opinberum störfum.

Til öldungaráðsins er ekki kosið, heldur er það sjálfskipað. Þannig að þegar aðili hefur náð 65 ára aldri, hefur verið prófessor, kominn á eftirlaun og er hættur öllum opinberum störfum, þá hlýtur hann rétt til setu í ráðinu.

Þá skal sá elsti af þeim 15 sem fyrir eru í ráðinu víkja. þannig að alltaf eru 15 í öldungaráðinu á hverjum tíma.

Forseti Alþingis kallar öldungaráðið saman til starfa og sér um að það sé rétt skipað á hverjum tíma.
Komi til ágeinings innan ráðsins um skipun í dómarastöðu, ræður meirihluti ráðsins í kosningu um niðurstöðu.

Greinargerð.

Öldungaráð hafa verið frá örófi alda stór þáttur í samfélagi þjóða og þjóðfélagshópa.

Þau voru oft dómarar eða ráðgefendur um ýmis mál samfélagsins og talin nauðsynleg í hverju samfélagi og sem betur fer við lýði víða enn.

Rök mín fyrir þessari hugmynd eru í stórum dráttum eftirfarandi:

Í fyrsta lagi. Þegar men hafa náð þessum aldri hafa þeir öðlast mikla lífsreynslu

Í öðru lagi. Þegar menn eru hættir brauðstritinu og baráttu til vegs og valda, sestir í helgan stein sem kallað er, þá fara menn að hugsa öðruvísi, af meiri hógværð og hlutleysi.

Í þriðja lagi. Þessir menn hafa víðtæka þekkingu, ekki bara á sínu sérsviði, heldur einnig við stjórnunarstörf, hafa kynnst þróun samfélagsins á langri ævi og hafa góða mannþekkingu í gegnum kennarastarf sitt.

Og í fjórða lagi, sem ég tel miklvægast. Í þessu ráði verður enginn kosinn, hvorki pólitískt eða persónulega, menn koma og fara í gegnum ráðið eftir fjölda þeirra sem eru á aldrinum eftir 65 og enginn möguleiki á klíkumyndun þannig að ég tel þetta vera mjög örugga leið til að skapa hér hlutlaust og heiðarlegt réttarríki.

Þessi hugmynd mín byggir á þremur meginþáttum.

  1. Fá lífsreynt fólk með góða menntun til starfsins.
  2. Engar kosningar, persónubundnar eða pólitískar eða peningaútlát.
  3. Sjálfvirk hreyfing manna í gegnum ráðið gerir það hlutlaust og réttlátt.

Að sjálfsögðu er hægt að úfæra þessa hugmynd á margan máta, t.d. með fleiri eða færri mönnum í ráðið, og víkka eða þrengja kröfur til setu í því.

Hafsteinn Sigurbjörnsson 

 

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.