Mismunun á grundvelli arfgerðar

Hans Tómas Björnsson
  • Skráð: 28.04.2011 08:47

 

Langaði til að hvetja ykkur til að skoða hvort ekki væri rétt að setja inn ákvæði í stjórnarskrá til að varna gegn mismunun vegna arfgerðar einstaklinga (e. genetic discrimination). Með auknum möguleikum á erfðaprófum með betri tækni og sífellt lægri kostnaði hefur farið fram mikil umræða um mikilvægi þess að tryggja að einstaklingum sé ekki mismunað vegna arfgerðar þeirra, og voru í Bandaríkjunum sett svokölluð GINA lög 2008 þar sem tryggt er að ekki er hægt að mismuna fólki um vinnu eða heilbrigðistryggingu byggt á niðurstöðum erfðaprófa (sjá GINAInfoDoc). Samt var þetta í hjörtum margra okkar einungis hlutasigur og enn er barist fyrir því að ekki sé hægt að neita fólki um líftryggingar með svipuðum lögum.

Þessi lög hafa tryggt réttindi sjúklinga og leitt til þess að einstaklingar eru óhræddir við að fara í nauðsynleg erfðapróf (eins og t.d. BRCA próf) sem áhrif geta haft á meðferðarval, þar sem þeir eiga ekki á hættu að tryggingafélag/vinnuveitandi geti losað sig við þá ef þeir hafa jákvætt DNA próf (sjá viðhengi með fleiri dæmi um mismunun vegna arfgerðar: faces of genetic discrimination). 

Ísland er í fararbroddi í erfðafræðirannsóknum í heiminum og þjóðin hefur verið mikið rannsökuð erfðafræðilega. Slík lög myndu einnig hjálpa til að tryggja öryggi þeirra sem tekið hafa þátt í erfðafræðirannsóknum og tryggja að Íslendingar geti ótrauðir haldið áfram að taka óhræddir þátt í erfðarannsóknum sem er forsenda þessa góða árangurs. 

 

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.