Stjórnlagadómstóll

Bergsveinn Guðmundsson
  • Skráð: 11.05.2011 22:51

Stofnaður verði stjórnlagadómstóll sem sér um að farið sé eftir stjórnarskránni.

Í stjórnlagadómstól verði valið af handahófsúrtaki úr þjóðskrá þeir sem eru eldri en 50 ára. Hann skipi
15 menn sem hafa veitt samþykki fyrir að vera valdir til setu í slíkum dómstól til að kveða upp úrskurð hvort ákveðin lagasetning sé samkvæmt stjórnarskrá. Þeir hafi hámark 30 daga til að úrskurða í máli sem fyrir er lagt.

Engar sérstakar stéttir, eins og lögmenn, skuli vera valdir því þeir flækja öllu í botnlausan hnút. Ef ekki er settur sérstakur stjórnlagadómstóll verður endurskoðun stjórnarskrárinnar algjörlega tilgangslaus.

Frá stofnun lýðveldis á Íslandi hefur ríkisstjórn, Alþingi og Hæstiréttur gengið framhjá stjórnarskránni algjörlega.

Með núverandi kerfi að sækja rétt sinn samkvæmt stjórnarskrá í Hæstarétt kostar í dag hátt í tvær milljónir og margra ára bið sem er algjörlega óásættanlegt.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.