Framkvæmdavaldið II

Pétur Jósefsson
  • Heimilisfang: Þorláksgeisli 6, íb. 301
  • Skráð: 18.05.2011 14:40

Einn er sá kostur við að þjóðin kjósi oddvita framkvæmdarvaldsins að hann hefur ekki endilega „öruggan“ þingmeirihluta á bak við sig. Í Danmörku hafa minnihlutastjórnir tíðkast um árabil. Poul Schlüter, leiðtogi danskra íhaldsmanna, var forsætisráðherra í a.m.k. tíu ár og tókst alveg prýðilega að stjórna þótt hann hefði aldrei meirihluta þingmanna á bak við sig. Hann þurfti að semja við hina stjórnmálaflokkana um hin ýmsu mál og tókst ágætlega – enda er hefð fyrir þess konar aðferðum í danska þinginu. Auðvitað útheimtir þessi aðferð ákveðinn þroska þingheims sem manni finnst stundum vanta á þegar litið er til Alþingis. - En með þeirri aðferð að þjóðin velji sér sjálf oddvita framkvæmdarvaldsins sem síðan velur sér samstarfsmenn í ríkisstjórn sem ekki sitja á Alþingi þá þarf hann að fá þingmenn til þess að leggja fram frumvörp sem ríkisstjórn hans hefur samþykkt að lögð verði fram. Löggjafarvaldið er nefnilega Alþingis og einskis annars. -
Sumar þjóðir hafa þann háttinn á að enginn verði kjörinn oddviti framkvæmdarvaldsins nema hann njóti stuðnings meirihluta þeirra kjósenda sem atkvæði greiddu. Þetta þýðir að e.t.v. þarf að kjósa tvisvar sinnum og í seinna skiptið á milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu í fyrri umferð kosninganna. Líklega er það góð hugmynd.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.