Um þingrof

Nils Gíslason
  • Heimilisfang: Skógarbraut 1107
  • Skráð: 21.05.2011 14:55

Um þingrof

Tillaga í hornklofum um að forseti Íslands geti rofið Alþingi að ósk þess!!!
Hvað er átt við með „ósk þess“??
Urðu einhverjir einstaklingar, forsætisráðherra eða fleiri ráðherrar fúlir og þreyttir og sögðu, „við nennum þessu ekki lengur“?
Við, þjóðin, kusum 63 einstaklinga til að stýra landi og þjóð. Hversu ríkar og óumdeilanlegar ástæður þurfa að vera til að mega „óska“ þingrofs?
Alþingi og ráðherrar eru ekki kjörnir til skrauts. Það hvílir mikil ábyrgð á höndum þeirra. Þeir geta ekki hlaupist frá stýri á þjóðarskútunni. Eina ástæðan sem ég get séð fyrir þingrofi er að þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslu kosið um að svo skuli vera.

Að vera alþingismaður hvað þá að vera valinn sem ráðherra er ekki eitthvað sem hægt er að hlaupa frá.
Þið eruð 63 á þingi. Ef þið ráðið ekki við verkið og „segið af ykkur“ með þessu hugtaki „þingrof“ eruð þið að segja að þið hafið gefist upp og teljið ykkur vanmáttuga og um leið teljið ykkur ekki geta tekið þátt í þingstörfum næstu 2 kjörtímabil í minnsta lagi.

Nils Gíslason.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.