Framkvæmdarvaldið III

Pétur Jósefsson
  • Heimilisfang: Þorláksgeisli 6
  • Skráð: 27.05.2011 09:55

Í Fréttablaðinu í dag - 27. maí - les ég að hugmyndir Stjórnlagaráðsins séu þær að Alþingi kjósi oddvita framkvæmdarvaldsins - forsætisráðherrann.  Ekki er mikill munur á því hvort Alþingi kjósi forsætisráðherra eða Alþingi samþykki nýja ríkisstjórn eins og aðferðin er núna.  Mín skoðun er sú að kjósendur - fólkið í landinu - eigi að kjósa forsætisráðherrann  t.d. til fjögurra ára  og þá um leið varamann hans. Hámarkstími í embætti forsætisráðherra má gjarna vera átta ár.  Forsætisráðherra velur síðan meðráðherra sína en Alþingi skal samþykkja val hans,  þ.e.  hvern ráðherra sérstaklega.  -  Hlutverk Alþingis á að vera lagasetning og eftirlit með stjórnsýslunni og framkvæmdarvaldinu og það er ærið hlutverk. Er þjóðinni ekki treystandi til að kjósa sér forsætisráðherra? Ég trúi því ekki að Stjórnlagaráð leggi til plástur á núverandi aðferð í stað þess að hugsa upp á nýtt.  Þjóðin sjálf skal bera ábyrgð á forsætisráðherranum og ég er þeirrar skoðunar að þjóðin myndi vanda sig mjög við að kjósa jafn valdamikinn mann sem forsætisráðherra er.  -  Embætti forseta Íslands skal leggja niður í núverandi mynd -  forsætisráðherrann eða forseti Alþingis skulu sinna því embætti.  

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.