Lágmarkskrafa einstaklings til velferðar

Margrét Rósa Sigurðardóttir
  • Heimilisfang: Galtalind 19
  • Skráð: 27.05.2011 11:29

Ég vil hvetja til þess að grandskoðað verði hvort ekki er ástæða til að hafa framarlega í stjórnarskránni mannréttindaákvæði sem varða efnahagslega stöðu almennings og vernd af hálfu hins opinbera gegn ágangi fjármálastofnana á hendur almennings.

Ég tel eðlilegt að líta svo á að á Íslandi hafi verið framin efnahagsleg hryðjuverk á þjóðinni. Þjóð, sem neyðist til að kaupa sér íbúðarhúsnæði með verðtryggðum lánum og var þeim órétti beitt að hún var gerð óafvitandi að áhættufjárfestum.

Hér á landi búum við við þá sérstöðu að opinber stefna er að allir, sem vettlingi geta valdið, kaupa sér íbúð. Árið 2008 var 90% af íbúðarhúsnæði á Íslandi í einkaeigu. Þetta var hvati frá yfirvöldum (og verkalýðshreyfingu) áratugum saman, að hér skyldi ríkja séreignastefna. Markvisst var búið að selja úr félagsbústaðakerfinu, þar til einungis var haldið eftir íbúðum fyrir þá allra verst settu.

Ástæðan fyrir því að ný stjórnarskrá er í vinnslu núna á Íslandi, eru efnahagshamfarirnar sem urðu hér og bitnuðu á almennum borgurum landsins.


Þar sem nýjar stjórnarskrár hafa verið skrifaðar frá lokum seinni heimsstyrjaldar, er oft í upphafi plaggsins, sett ákvæði sem minna á það sem olli því að nýrrar stjórnarskrár var þörf. Dæmi: Þýskaland, Suður-Afríka.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.