Lögeyrisvaldið

Jón Þór Ólafsson
  • Hagsmunaaðilar: IFRI.is, félag um fjármálaúrbætur
  • Skráð: 27.05.2011 13:11

Markmið erindisins er valddreifing.
Á Íslandi eru í gildi lög um seðlabanka nr. 36/2001. Í lögunum er kveðið á um einn gjaldmiðil, svokallaðan „lögeyri" á Íslandi en fyrirkomulag þetta gerir öllum skylt sem lifa og starfa á landinu að eiga og nota þann tiltekna gjaldmiðil, meðal annars til að greiða skatta og opinber gjöld. Í ljósi þess að um er að ræða afar íþyngjandi fyrirkomulag sem tryggir yfirvöldum mikil völd yfir fjárráðum almennings er æskilegt að landsmenn hafi í nýrri Stjórnarskrá varnir sem dreifa valdinu yfir lögeyrinum til óháðra aðila og tryggja að einkaaðilum séu ekki veitt óæskileg völd yfir honum.

Sjá nánar í meðfylgjandi skjali, ásamt fylgiskjölum 1 og 2.

Lögeyrisvaldið - Erindi (PDF)

Lögeyrisvaldið - Fylgiskjal 1 (PDF)

Lögeyrisvaldið - Fylgiskjal 2 (PDF)

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.