Ábyrgð vegna setu fólks á Alþingi

Ingibjörg Rebekka Guðjónsdóttir
  • Skráð: 01.06.2011 19:52

Ábyrgð vegna setu fólks á Alþingi

Kjörtímabil verður 4-5 ár.

Einstaklingar – sem kannski bjóða sig fram undir nafni hóps eða „stjórnmálaflokks“ – sem eru kjörnir inn eftir kosningar mega bara sitja 1 tímabil.

Þarna kemur inn – vonandi – ástríðufullt fólk, sem ann sínu landi og vinnur ötullega að sínum málefnum þessi 4-5 ár, vitandi það að það verður að nota þau vel þar sem ekki er um að ræða að „setjast að inni á þingi“.

Þarna losna þessir alþingismenn alfarið við þrýstihópa og vina-hjálpar-væðingu þar sem þeir vita að þeir verða ekki á næsta þingi og þurfa því ekki að biðla til lobbyista um endurkjör.

Ég vil að inni á Alþingi sé fólk úr öllum stéttum og atvinnuvegum landsins – ferskt úr atvinnulífi og þá um leið með reynslu úr atvinnulífi – koma sínum málefnum áfram með sína reynslu á bakinu.

Síðan mætti hafa það þannig að sami einstaklingur mætti bjóða sig fram 10 árum eftir að hann fór af Alþingi og þá yrði það seinna skiptið sem hann fær að vera alþingismaður og þá einnig bara í eitt kjörtímabil

Ég vil ekki að fólk geti komið nánast blautt á bak við eyrun inn á Alþingi og verið þar jafnvel í tugi ára, eins og sagan hefur sýnt okkur, fólk – margt hvert – sem hefur aldrei rekið fyrirtæki, aldrei verið launþegi sem veit ekki hvort hann missir fljótlega vinnuna, aldrei verið sagt upp, aldrei lent í því að fyrirtækið sem það vinnur hjá fer á hausinn og það fær ekki laun greidd út, aldrei verið atvinnulaust, aldrei staðið frammi fyrir því að eiga ekki fyrir mat fyrir börnin sín o.s.frv.

Virðingarfyllst,
Kv, IRG
Ingibjörg Rebekka Guðjónsdóttir
Furubyggð 12
270 Mosfellsbær

 

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.