Stjórnarskrá í bundnu máli

Gunnar Pálsson
  • Heimilisfang: Hagamelur 10
  • Skráð: 02.06.2011 23:15

Fyrir meira en þúsund árum færðu menn almenna mannasiði í bundið mál í Hávamálum og hefur ekki þurft miklu við að bæta síðan.

Mér hefur dottið í hug að vel færi á að stjórnarskrá væri meitluð í orð á svipaðan hátt.

Þetta mætti gera þannig að fyrst yrði gerður texti og samþykktur í löglegu ferli eins og til stendur. Síðan mætti fá orðsins snillinga til að lýsa megininntaki hverrar greinar skrárinnar í örfáum (3-7) erindum.

Þessi ljóð stæðu framan við hverja grein í endanlegu skjali. Ef vel tækist til mætti svo kenna öllum börnum landsins þessi ljóð í skólum.

Í framhaldi af þessu mætti síðan hugsa sér að fá tónsnillinga til að gera lög við ljóðin.

Að lokum yrðu síðan fengnir myndlistarmenn til að gera skúlptúra á Austurvelli, einn fyrir hverja grein, þar sem ljóðin ásamt öllum textanum yrðu meitluð í stein.

Virðingarfyllst,
Gunnar Pálsson

 

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.