Setutími forseta Íslands, málskotsréttur og fleira

Jón Frímann Jónsson
  • Heimilisfang: Böðvarshólar
  • Skráð: 03.06.2011 12:00

Valdatíma forseta Íslands ætti að takmarka við tvö kjörtímabil. Þetta er þekkt í ríkjum bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Hvert kjörtímabil getur þá verið fjögur til fimm ár. Í sumum ríkjum í Evrópu er valdatími forseta meira takmarkaður og er jafnvel bara eitt kjörtímabil.

Ástæður fyrir þessum takmörkunum eru góðar og gildar. Þar sem að völd vilja tengjast persónum og fólk í valdastöðum vill stundum líta á sig sem órjúfanlegan hluta af þeirri stöðu sem það gegnir. Sérstaklega ef um er að ræða embætti sem hefur endalausan valdatíma.

Varðandi málskotsrétt forseta þá er nauðsynlegt að takmarka hann við ákveðna málaflokka. Gott væri að líta til Danmerkur í því tilfelli þar sem Danir heimila bara ákveðna málaflokka í þjóðaratkvæði.

Það væri enn fremur þjóðráð að takmarka valdatíma forsætisráðherra Íslands til jafns á við forseta Íslands. Það væri enn fremur ráð að skoða ríkisstjórnarformin í Evrópu til þess að miða við á Íslandi. Það er óþarfi að finna hjólið upp á nýtt á Íslandi.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.