Nýja hugtakanotkun, gegn valdapólitíkinni

Guðlaugur Kr. Jörundsson
  • Heimilisfang: Dúfnahólum 2, 111 Reykjavík
  • Skráð: 06.06.2011 18:28

Ágæta stjórnlagaráð, ég skora á ykkur að endurskoða hugtakanotkun í kringum pólitíkina á Íslandi. Í háskólum erlendis er politics kennt, en stjórnmálafræði á Íslandi. Öll þjóðmálaumræðan er svo valdmiðuð vegna þess að öll hugtök snúast um stjórnun. „Stjórnarskrá“ á ekki að snúast um völd, heldur réttindi borgara og hvernig þeim er sinnt. Plaggið lýsir því hvernig við höfum skipulagt þjónustuna í þjóðfélagi okkar.

Ég ætla að stinga upp á einni vörpun, bara svona til að koma ykkur af stað:

Stjórnarskrá : Þjóðfélagssáttmáli
Dómsvald : Réttarþjónustan
Löggjafarvald : Fulltrúaþjónustan
Framkvæmdarvald : Regluþjónustan
Ráðuneyti : Regluþjónusta
Ráðherra : Regluþjónn (hér er fengið lánað það starfsheiti sem enn hefur hvað mestu virðinguna í framkvæmdarvaldinu, lög'regluþjónn')
Forsætisráðherra : Yfirregluþjónn
Þingmaður : Fulltrúi
Stjórnmál : Þjóðmál
Stjórnmálaflokkur : Þjóðmálaflokkur / Þjónustuflokkur
Stjórnmálastefna : Þjóðmálastefna / Þjónustustefna

Það er mín von að þið hugleiðið þetta.
Gangi ykkur vel.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.