Val um beint lýðræði eða fulltrúalýðræði

Guðlaugur Kr. Jörundsson
  • Heimilisfang: Dúfnahólum 2, 111 Reykjavík
  • Skráð: 06.06.2011 19:21

Ágæta Stjórnlagaráð.

Margir vilja auka aðkomu kjósenda að löggjafarvaldinu. Forseti hefur skilgreint þjóðina sem sérstakan löggjafa. Ég vil biðja Stjórnlagaráð um að íhuga að koma á fót blöndu af beinu lýðræði og fulltrúalýðræði.

Alþingi, allra kjósenda, fari með löggjöf. Allir kjósendur hafi atkvæðisrétt í öllum málum. En hver kjósandi veitir fulltrúum umboð fyrir atkvæðisrétti sínum með kosningum til fulltrúaþjónustu (löggjafarvalds) á 4 ára fresti. Í hverju máli á Alþingi getur kjósandi tekið umboð sitt til baka og kosið. Séu komin nægjanlega mörg samhljóða atkvæði, að þau jafnist á við heilt þingsæti, þá missir sá þingmaður sem síðastur fékk umboð sitt atkvæðisrétt sinn.

Í flestum tilfellum munu allir þingmenn vafalaust halda sínum atkvæðisrétti, en komi upp hitamál þá getur almenningur strax tekið í tauma og kosið skv. sínum vilja, og þar með afturkallað umboð sitt í því máli. Kjósendur geta því haft þjóðaratkvæðagreiðslu um hvert mál, sé viljinn fyrir hendi.

Hér þarf að sjálfsögðu að notast við tölvutæknina.

Mig grunar sterklega að þessi hugmynd verði ekki að veruleika, en ég vona að Stjórnlagaráð geti með einhverju móti stuðlað að rafrænum þjóðaratkvæðagreiðslum. Það mun verða lýðræðinu til framdráttar.

Einnig vona ég að kosningar verði ávallt forgangskosningar og leitast verði til að finna sem best út vilja kjósenda, líkt og gert var við stjórnlagaþingskosningarnar.

Vegni ykkur vel.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.