Tvær grundvallarspurningar sem mér finnst mjög aðkallandi að fá svar við frá öllum fulltrúum í ráðinu!

Tryggvi Hansen
  • Skráð: 09.06.2011 09:10

Ég spyr alla í Stjórnlagaráði:

--- Hvernig á að stemma stigu við peningavaldinu... hvernig það í krafti eignarréttar notar fjölmiðla og kaupir flokka og stjórnmálamenn (og þá er bein kosning einstaklinga og stjórnar á sama bás)
og hins vegar í raun höfuðspurningu og nr 1... hvernig á að tryggja þátttöku allra eða sem allflestra í ákvarðanatökum... hvernig valdinu verði komið aftur til þeirra sem það eiga... þ.e. íbúa landsins? og úr höndum getulausrar og spilltrar atvinnustjórnunarstéttar.

Sem og margir góðir menn hafa bent á s.s. Andrés Magnússon og Páll Skúlason. Að lýðræði er vinna sem öll þjóðin þarf að taka þátt í... þeir sem ekki taka þátt verða hlunnfarnir.

Ég vil sjá þetta rætt í alvöru hvernig stjórnarskráin geti skapað ramma um beint lýðræði allra landsmanna... og ekki bara fulltrúalýðræði... heldur samráð allra landsmanna, þar sem fjölmiðla er ekki þörf eða peninga við kynningar á fulltrúum og þar með að fjárráð frambjóðanda skipta ekki máli. Og þar með að við getum átt von á annars konar fólki sem fer í samráðsþjónustuna... Fólk með vit og samkennd með öllu lífi. Og skilningi á hvernig varðveita á litla þjóð til framtíðar. Annars er voðinn vís.. að allt verði selt siðlausum blindingjum og ekki bara mest allt einsog nú er... að fáein prósent þjóðarinnar eru búin að sölsa allt undir sig og er að selja erlendum ofurríkum spákaupmönnum allt sem hönd á festir og á leið uppí topp og meira og að Íslendingar sem þjóð leysist upp í vind og skít græðginnar... flytji og gleymi.

Þetta er skilningur þjóðarinnar á hvað gerðist við hrunið og ég vil sjá og heyra þetta rætt ofan í kjölinn og verðugar tillögur til bóta.


Tryggvi.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.