Hvað eru auðlindir?

Nils Gíslason
  • Heimilisfang: Skógarbraut 1107
  • Skráð: 10.06.2011 14:01

Hvað eru auðlindir? Hvað er að „eiga“ auðlind? Hverjir eiga auðlindirnar? Þjóðin? Er búið að skilgreina það hugtak?
Þurfum við að hugleiða málið upp á nýtt?

Þegar landnámsmenn komu hér að ónumdu landi, þá tóku þeir sér land. Ég gef mér það að þá hafi þeir alls ekki litið á sig sem þjóð, heldur einstaklinga sem leituðu uppi aðstæður til að halda lífi og komast af. Við þær kringumstæður er hugmyndin um eign og eignarhald ákveðin og snýst um eigandann og HANS eign.

Þegar þjóð hefur myndast fer málið að verða flóknara. Nú segjum við OKKAR land, VIÐ eigum þetta saman! En Þá kemur í ljós að stór hluti landsins er í einkaeign gegnum erfðir eða kaup.

Ein af stærstu auðlindum landsins sem mjög lítið er talað um er ræktarlönd! Þar er mjög oft um einkaeign að ræða.

Í umræðu hér á vefnum var verið að ræða um netlög þar sem sjávarjarðir eiga „rétt“ sem deilt er um hver sé.
Ég er ekki með neinar endanlegar tillögur í þessu máli, en langar til að velta þessu upp. Er (ræktar) landið sameign þjóðarinnar? Eða eins og við segjum í mannréttindakaflanum, allir eru jafnir! Gallinn er bara sá að það eru ekki allir, allir, enn þá!

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.