Um auða kjörseðilinn

Friðrik Erlingsson
  • Heimilisfang: Öldugerði 10
  • Skráð: 11.06.2011 13:47

Mig langar að benda Stjórnlagaráði á núverandi ákvæði um auðan kjörseðil.

Í kosningalögunum segir að auður seðill sé ógildur; þetta brýtur fullkomlega í bága við þá sögn sem auði seðillinn á að standa fyrir, þ.e. hið lýðræðislega 'nei' við öllum þeim sem bjóða sig fram. Þessu þarf að breyta svo auður seðill fái þá sögn og þann slagkraft sem honum ber, þ.e. að vera 'nei', á móti hinum ólíku 'já'-um sem fara í kjörkassann.

Í núgildandi lögum er ákvæði um að hver sá sem þvingi mann til að greiða atkvæði gegn betri samvisku eigi yfir höfði sér 4 ára fangelsi. Núgildandi lög meina fólki að skila auðu, m.ö.o. að segja 'nei' við öllum þeim sem bjóða fram, því ef upp kemst að 'kjósandi ógildi seðil sinn viljandi skal hann sæta sektum' - Með núgildandi lögum mætti því góðfúslega benda á að höfundar þeirra skuli sæta 4 ára fangelsi fyrir að meina mér að skila auðum seðli óáreittur.

Núgildandi lög þagga sögn auða seðilsins niður með því að lögfesta að auður seðill sé ógildur.

Þetta er brot á lýðræði, því auður seðill er fullgild sögn og skilaboð viðkomandi kjósanda; jafngildur og sá atkvæðaseðill sem merktur er.

Nú hefur auður seðill um langt árabil ævinlega verið talinn með ógildum atkvæðum. Þannig hefur sögn auða seðilsins verið slævð í huga almennings; gildi hans tekið niður og gert að engu. Hér hafa hagsmunir stjórnmálaflokka á þingi sjálfsagt ráðið mestu, því betra er að neyða menn til að velja einhvern flokk en að skila auðu atkvæði.

Hlutfall auðra seðla var mikið í síðustu sveitarstjórnarkosningum - en þeir féllu marklausir - í stað þess hlutfall þeirra hefði átt að reiknast sem 'autt sæti' í viðkomandi sveitarstjórn. Svipað hlutfall mætti setja í lög um alþingiskosningar, þar sem visst hlutfall auðra seðla næði 'sæti' - og yrði þögul áminning til þeirra sem næðu kjöri út kjörtímabilið.

Auður seðill er skýr sögn í kosningum. Þá sögn þarf að drepa úr Dróma og gera gildandi að nýju.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.