Lýðræði er mannréttindi

Árni Björn Guðjónsson
  • Skráð: 16.06.2011 10:29

 

Lýðræði er mannréttindi

 

Mikilvægustu mannréttindi sem mannkyninu hefur hlotist er lýðræði.

Lýðræði er að hópur fjölskyldna kýs sér fulltrúa sem vinna að því að fullnægja þörfum þeim sem mannlífið krefst hverju sinni til að fjölskyldan geti lifað hamingjusömu lífi. Réttlætið hefur aðeins uppsprettu frá hjarta einstaklingsins, hvergi annars staðar frá.

Til að einstaklingurinn þroskist eðlilega í uppvextinum og fái  þá eðlilegu réttlætiskennd sem hann þráir að hann hafi, verður fjölskyldan að fá þörfum sínum fullnægt. Þrár og óskir einstaklingsins innan fjölskyldunnar verða að baráttumálum hennar.

Fjölskyldan er grunneining þjóðfélagsins, baráttumál  hennar á að vera baráttumál þjóðfélagsins. Það er því augljóst að til að skapa hamingjusamt þjóðfélag og fjölskyldur þarf að fullnægja þessum kröfum, sem sagt fjölskyldan á að ráða og stjórna þjóðfélaginu, allt á að snúast um hana. Það er því augljóst mál að réttlætinu verður best fullnægt með því að fulltrúarnir séu frá litlum einingum og ekki frá of stórum svæðum. Fulltrúaeiningarnar sem hafa verið kallaðar sveitarfélög má kalla lýðræðiseiningar. Fulltrúar sveitarfélaganna koma síðan saman og mynda héraðsstjórnir sem sjá um að fullnægja þörfum fólksins með sameiginlegum stöðvum (stofnunum) sem til þurfa að vera til að framkvæma það sem héraðsstjórnir ákveða. Rekstur þessara stofnana á að bjóða út þannig að alltaf sé gætt að taka hagkvæmasta tilboðinu.

Þróun sveitarfélaganna og stofnana þeirra er eitt af því mikilvægasta sem þessi þjóð þarf að takast á við á næstu árum, og að ná fram þeim lýðræðisumbótum sem nauðsynlegar eru.

Í fréttum að undanförnu virðist gæta mikils misskilnings og vankunnáttu um þessi mál, enda er stefna stjórnvalda og stjórnmálaflokkanna röng og brýtur gegn þeim rökum sem ég hef hér rakið.

 

Árni Björn Guðjónsson,  í október 2010.


 

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.