Regla óásættanlegra samfélagsáhrifa

Haukur Arnþórsson
  • Heimilisfang: Fálkagötu 19
  • Skráð: 16.06.2011 11:39

 

Regla óásættanlegra samfélagsáhrifa

 

Er hægt að setja í stjórnarskrá „reglu óásættanlegra samfélagsáhrifa“ sem er meginregla sem segir að banna megi starfsemi ef hún rýrir samfélagsgæði verulega? Hún yrði jafngild eignarréttarákvæðum og frelsisákvæðum og dómstólar myndu vega þær jafnt? Yrði hún misnotuð? Þyrfti verulegan fjölda almennings til að virkja slíka reglu?

Ég er að hugsa um hvernig samfélag getur útilokað smálán, strippbúllur og jafnvel spilavíti vegna þess að starfsemin eyðileggur unga fólkið okkar ... og annað af því tagi. Maður hefur séð hvernig nýfrjálshyggjan hefur leikið gömul og góð siðferðilega sterk samfélög eins og til dæmis Litháen – en núna er mafíustarfsemi allsráðandi þar og spilavíti og hóruhús blasa við á aðalgötunum.

 

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.