Lýðræðistillaga

Kristbjörn Árnason
  • Heimilisfang: Kristnibraut 69
  • Skráð: 16.06.2011 12:43

 

Lýðræðistillaga

Ég undirritaður legg til að settar verði lýðræðislegar reglur um starfsemi allra félaga sem almenningur er skuldbundinn til að vera í, bæði beint og óbeint. Þá á ég við að reglur um kosningar til stjórna í slíkum félögum verði öllum félagsmönnum opnar svo jafnræði ríki.

Dæmi um slík félög eru t.d. stéttarfélög, bæði atvinnurekenda og launamanna. Þótt menn séu bundnir formlegri þátttöku eru þeir gerðir skyldir til að greiða í þessi félög reglubundin gjöld. Það er algengt að ekki er kosið í stjórnir stéttarfélaga á aðalfundum.  Hafðar eru verulegar hindranir á því að menn geti boðið sig fram til trúnaðarstarfa.

Annað dæmi um slík félög eru lífeyrissjóðir.  Sjóðfélagar hafa enga aðkomu að kjöri stjórnarmanna í stjórnum lífeyrissjóða. Þá er þekkt að menn sem ekki eru félagar í lífeyrissjóðunum eru kjörnir af stéttarfélögum.  Það er einnig yfirgengilegt að ekki sé kosið í stjórnir á aðalfundum þessara sjóða. Heldur er handvalið á bak við tjöldin í þessar stjórnir.  Þetta er því alvarlegra, að launamenn greiða í sjóðina heil 12% af þeim verðmætum sem laun og launatengdur hluti er sem fer í sjóðina. Allar þessar greiðslur mynda ekki eign í sjóðnum heldur svonefndan rétt. Þetta gerist þrátt fyrir að sjóðfélagar hafi enga formlega aðkomu að stjórnum þessara sjóða.

Þetta eru að sjálfsögðu ekki einu félögin, en ég á við öll félög sem þú verður að vera félagi í, án þess að þú hafir raunhæfan kost á því að standa utan við þessi félög.

Kveðja, Kristbjörn Árnason.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.