Íslenzka sem ríkismál á Íslandi

Lúðvíg Lárusson
  • Heimilisfang: Furugerði 6, 108 Reykjavík
  • Skráð: 19.06.2011 22:27

Aðeins að hnykkja á að gera íslenzku að þjóðtungu og ríkismáli Íslendinga eins og Guðbrandur  biskup gerði á sínum tíma.

Í sívaxandi alþjóðlegu umhverfi eru tungumál smærri þjóða og þjóðfélagshópa undir stöðugt meiri þrýztingi að deila tungu sinni með þeim alþjóðlegu eins og ensku, spænsku og öðrum sem eiga mögulega eftir að ryðja sér til rúms eins og kínversku. Því er mikilvægt að standa vörð um það tungumál sem er talað af færri en hálfri milljón manna. Er það væntanlega gert með því að nota hana sem mest og hafa hana sem aðgengilegasta og krefjast þess að hún verði notuð í ákveðnum tilgangi og aðstæðum eins og á opinberum vettvangi.


 

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.