Rafrænar kosningar

Lúðvíg Lárusson
  • Heimilisfang: Furugerði 6, 108 Reykjavík
  • Skráð: 19.06.2011 23:01

Hvatt er til að Stjórnlagaráð leggi drög að nýtingu rafrænna kosninga.

Í samfélagi okkar sem er að fara í gegnum miklar breytingar, stjórnarfarslegar sem skipulagslegar, má búast við tíðari þjóðaratkvæðagreiðslum en verið hefur og mögulega alþingiskosningum. Burtséð frá því sé ég ástæðu til að lækka kostnað við þjóðaratkvæðagreiðslur sem frekast má vera án þess að fórna öryggi. Enda þótt flestir geti og vilji nýta sér rafrænar kosningar að ég held eru þeir mun færri sem þurfa aðra lausn hvort sem er gamla lagið eða annað. Lykilorð er væntanlega nauðsynlegt öryggisatriði með rafrænni kosningu en þetta er útfærsluatriði fagmanna.

Samtímis mæli ég með rafrænum kynningum á frambjóðendum sem auðvelda févana frambjóðendum að kynna sig en siðlaus fjáraustur í kosningasjóði flokka til að auglýsa sig heyri fortíðinni til. Ég sé góðar forsendur í því að skapa reglur um sameiginlegan kosningavef allra frambjóðenda þar sem kjósendur geta með skjótum og einföldum hætti kynnt sér framboðin hjá hverjum og einum og öllum flokkum á einum stað. Verði þá sett upp form af kjörstjórn eða kosningaráði þar sem öll helztu atriði og málefni kosningarinnar koma sem hvetja til málefnalegrar umfjöllunar. Fulltrúar og flokkar þurfa þá að velja hvort þeir fylla út í reitina og lögmálið gildir hnitmiðað mál meiri árangur en orðavaðall veikir málstaðinn. Með þessu er betur hægt að fylgjast með trúverðugleika frambjóðenda við störf á Alþingi sem dæmi. Banna ætti sjónvarpsauglýsingar og jafnvel blaðaauglýsingar til að tryggja jafnræði frambjóðenda.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.