Þátttaka

Þórir Baldursson
  • Heimilisfang: Brekkubær 5
  • Skráð: 21.06.2011 01:44

Næstu skref

 

Ég vil hefja erindi mitt með því að lýsa ánægju minni með vinnulag Stjórnlagaráðs. Eins og ráðið veit hef ég verið iðinn við að mæta á opna fundi ráðsins til að fylgjast með störfum þess. Þetta hafa verið mér dýrmætar kennslustundir í því hvernig þokast má nær ákveðnu markmiði, með skipulagðri samvinnu og virðingu. Notkun tölva og nets í því samhengi hefur auk þess vakið aðdáun margra erlendra fréttamiðla og háskólasamfélags.

Nú verða ákveðin þáttaskil í störfum ráðsins, þar sem áfangaskjalið er nú svotil fullmótað.

Partur af þessari áðurnefndu 'skipulögðu samvinnu', er samskipti við almenning!

Fram undan er þreytandi vinna um 'orðalag', 'þýðingu' orða, málsgreina o.s.frv. Á meðan megum við ekki gleyma forskriftinni: „Þjóðin skrifar stjórnarskrána“, þá skulum við vera þess minnug að öll efnisatriði stjórnarskrár er ekki hægt að leggja fyrir nokkra þjóð og ætlast til að hún taki alvöru afstöðu til hennar á nokkrum vikum.

Þess vegna er nú boltinn hjá ráðinu um að hefja fjölmiðlaáhlaup. Sjokkera kannski smávegis með ákveðnum yfirlýsingum um viðkvæm málefni svo sem kirkju og ríki. Fá fjölmiðla og almenning til að gerast virkir þátttakendur.

Kjördæmamálið og skipting valdsins eru líka 'heit' málefni. Hristið upp með áræðnum yfirlýsingum. Þá hrökkva allir í kút!

Ráðið má alveg huga að því að virkja fjölmiðla enn betur. Það þarf stöðugt að vera að banka á dyrnar á þeim bæ.

 

Því geri ég að tillögu minni:

Setjið í gang könnun á því hve margir eru til í að samþykkja aðskilnað ríkis og kirkju (eða vilja fella brott ákvæðið um þjóðkirkjuna) eftir að hafa kynnt sér aðrar greinar mannréttindakaflans um trúfrelsi o.s.frv.

Hver er afstaða manna til kjördæmaskipunar eftir að hafa kynnt sér tillögur Stjórnlagaráðs?

Það þarf að fræða almenning um hvað 'skörp skil á milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds' þýðir... á mannamáli.

(Skyldur ráðsins eru líka að upplýsa alla ...)

Þessi efnisatriði eru nú bara tillaga mín. Tónn tillögunnar er kannski helst þessi; að tekin verði lítil skref hvað varðar fjölda efnisatriða og að efnisatriðin verði vandlega valin.

Að þau verði krufin til mergjar.

Að þau verði til þess að örva almenna umræðu.

Vonandi að sú umræða hefjist nú þegar.

Það er nauðsynlegur jarðvegur nýrrar stjórnarskrár. Styðjum málefnalega umræðu.

 

Með virðingu,

Þórir Baldursson

 

 

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.