Réttarstaða dýra á Íslandi - ákvæði í stjórnarskrá

Óskar H. Valtýsson
  • Heimilisfang: Jórsalir 18
  • Skráð: 21.06.2011 10:00

Þess er hér með góðfúslega farið á leit við Stjórnlagaráð að það beiti sér fyrir bættri réttarstöðu dýra á Íslandi. Í þeim tilgangi verði til grein í nýrri stjórnarskrá Íslands með eftirfarandi ákvæðum:

Dýr búa yfir þróaðri tilfinningagreind og sjálfsvitund og eru því skyni gæddar verur.

Með lögum skal tryggja réttindi dýra samkvæmt eftirfarandi:
- manninum er skylt að sjá til þess að eðlislægum þörfum dýra sem hann hefur á forræði sínu sé fullnægt
- manninum ber að tryggja að dýrum, villtum sem tömdum, sé ekki haldið við þvingandi og kvalafullar aðstæður
- manninum ber að stuðla að verndun villtra dýra og tryggja að kjörlendi þeirra sé ekki spillt

Helstu rök fyrir bættri réttarstöðu dýra:

Dýr búa yfir tilfinningum og sjálfsvitund á líkan hátt og mannskepnan:
- þau skynja ótta og sársauka, áþján og vanlíðan
- þau skynja gleði og vellíðan, umhyggju og nærgætni
- þau hafa sjálfsvitund og skynja stöðu sína innan hóps
- þau eru forvitin og athugul
- þau eru skyni gæddar verur og ber að umgangast sem slíkar

Tilfinninga- og náttúrugreind dýra og manna er grundvöllur þróunar tegundanna:
- hún gerir þeim kleift að lifa af í náttúrunni
- hún er helsti hvati sjálfsbjargarviðleitni þeirra og lífsvilja ásamt óttatilfinningu og sársaukaskyni
- hún grunnur lífsréttinda þeirra og frelsis undan áþján og kvalræði

Sökum stöðu sinnar í lífríkinu ber maðurinn ríkar siðferðislegar skyldur gagnvart öllu lífi:
- honum ber sérstaklega að huga að velferð dýra sem hann hefur í umsjá sinni
- honum ber að huga að eðlislægum þörfum dýra sem hann hefur í umsjón sinni
- honum ber að sjá dýrum sem eru á hans forræði fyrir skjóli og næringu við hæfi
- honum ber að stuðla að verndun villtra dýra og tryggja að kjörlendi þeirra sé ekki spillt
- honum ber að tryggja að villtum dýrum sé ekki haldið við langvarandi þvingandi aðstæður, t.d. í búrum og í dýragörðum

 

Réttarstaða dýra á Íslandi (PDF)

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.