Áfangaskjal Stjórnlagaráðs aths. 2

Þórlaug Ágústsdóttir
  • Heimilisfang: Stórikriki 22 / Danmörk
  • Skráð: 21.06.2011 15:33

 

 

Heil og sæl.

 

Meðfylgjandi eru athugasemdir mínar við síðari hluta áfangaskjals Stjórnlagaráðs.

 

Undirstöður

 

1. Af hveru flest átta kjördæmi? Hvað ef okkur dytti í hug að gera hér fjölda einmennings- eða tvímenningskjördæma?

Átta mig ekki á orðalaginu, er markmiðið að maður geti valið frambjóðendur utan eigin kjördæmis?

 

6. Sjálfstæði alþingismanna - hér finnst mér eiga að koma lýðræðisleg siðferðisgildi t.d. um að þingmenn eigi að starfa af heilindum að þjóðarhag (en ekki einkahag eða sérhagsmunum, þótt þeim sé að sjálfsögðu ætlað að berjast fyrir umbótamálum sem geta verið til hagsbóta fyrir ákveðna hópa) - og séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína, en ekki við nein fyrirmæli frá öðrum. Markmiðið er að tengja þingmenn í þessari grein beint við gildin sem þeir sverja hollustu við þegar þeir taka sæti á þingi + heiðarleika og hollustu við lýðræðisgildin.

 

10. „getur ákveðið“? Hver er almennt réttur almennings gagnvart starfi þingnefnda? Takmarkandi orðalag.

 

13. Hvað með að tiltaka þarna að fjarvistir frá atkvæðagreiðslum séu eðlilegar, ef t.d. þingmenn væru á einhvern hátt hindraðir frá því að mæta til atkvæðagreiðslu og það hefði haft úrslitaáhrif á niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar.

 

23. Hvað með annað vanhæfi en fjárhagslegt? Þingmenn geta haft aðra ríka hagsmuni í ákveðnum málum (vald og hagsmunir eru af mörgum öðrum toga en einvörðungu fjárhagslegum).

 

Hvað með að þingmenn sem hafa orðið uppvísir af því að misnota stöðu sína sem þingmenn í eigin þágu, og dæmdir sem slíkir geti ekki fengið uppgjöf saka til að verða þingmenn aftur? Þessi regla ætti að gilda um alla þá sem hafa orðið uppvísir af því að misnota stöðu sína til eigin fjárhagsmuna, þeir geta ekki fengið að njóta stöðunnar aftur í skjóli „forseti gefur þér upp sakir“.

 

Forseti Íslands

 

8. Af hverju ekki að kjósa bara nýjan forseta til 4 ára strax? Myndi vilja hafa það val í stað þess að kjósa bráðabirgðaforseta.

 

9. Ábyrgð - eða staðinn að glæp eins og þingmenn?

 

Forseti Á að hafa málskotsrétt, geta vísað málum til þjóðarinnar.

 

Dómsvald

 

Hvað með „stjórnvaldsákvarðanir“ sem er ekki hægt að áfrýja til nokkurs dómsvalds eins og t.d. úrskurði mannanafnanefndar. Er það ásættanlegt að hluti einkamála borgara og ríkis falli utan við nokkurn „réttlætisdómstól“. Hvert leita borgarar t.d. með mál eins og að þeim sé mismunað á grunni íslensks þjóðernis og bannað með lögum og reglugerðum að nefna börn sín nöfnum sem erlendum borgurum á Íslandi leyfist? Úrskurði mannanafnanefndar er ekki hægt að kæra eða áfrýja þar sem um stjórnvaldsúrskurð er að ræða, og umboðsmaður Alþingis metur bara hvort nefndin hafi vikið frá lögum og reglugerðum, en fjallar ekki um eðli málsins.

 

Lýðræðisleg þátttaka almennings

 

Hvað með skyldur almennings í þessum „social contract“ - að almenningur skuldbindi sig líka til að taka þátt í lýðræðinu sem upplýstir þátttakendur í samfélaginu?

 

Utanríkismál

Sakna orðalags um skyldu ríkisins til að tryggja landvarnir og öryggi borgaranna.

 

Bestu kveðjur,

Þórlaug

 

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.