Réttlátara kosningakerfi

Ólafur Hlynsson
  • Heimilisfang: Hæðargarður 23A
  • Hagsmunaaðilar: Ekkert
  • Skráð: 27.06.2011 20:23

 

Til þess að atkvæði einstaklinga nýtist sem best þá legg ég til að eftirfarandi kerfi verði tekið upp.

Þegar einstaklingur kýs, þá getur hann raðað niður í sæti þeim sem hann vill helst fá að sjá við völd. Þetta tryggir að þeir flokkar sem eru best liðnir fái mestu völdin, og sá flokkur sem verst er liðinn fær minnstu völdin.

Dæmi:

Þrír flokkar eru í framboði, flokkur A, B og C.

Eins og kosningakerfið er núna þá gætu atkvæði fallið svona:

Flokkur A fær 4500 atkvæði,

flokkur B fær 3500 atkvæði,

flokkur C fær 2000 atkvæði.

Eftir þessu myndi flokkur A fá meirihluta atkvæða.

Ef hins vegar flokkur B og flokkur C eru með svipuð áhersluatriði, flokkur A er mjög ólíkur hinum tveimur, og hægt er að raða niður í sæti þá gætu atkvæði fallið svona:

2000 setja flokk A í fyrsta sæti, B í annað sæti og C í þriðja sæti.

2500 setja flokk A í fyrsta sæti og merkja ekki við annað og þriðja sæti.

3500 setja flokk B í fyrsta sæti, flokk C í annað sæti, og ekkert í þriðja sæti.

2000 setja flokk C í fyrsta sæti, flokk B í annað sæti og ekkert í þriðja sæti.

Ef við gefum okkur að vægi sætis minnki um helming fyrir hvert sæti sem farið er niður (s.s. 1 fyrir fyrsta sæti, 0,5 fyrir annað sæti, o.s.frv.) myndu úrslit verða svona:

Flokkur A myndi fá 4500 vegin atkvæði,

flokkur B myndi fá 5500 vegin atkvæði,

flokkur C myndi fá 4250 vegin atkvæði.

Samkvæmt þessu myndi flokkur B fá meirihluta atkvæða. Það mætti líta sem svo á að sá flokkur sem er best liðinn af þeim flokkum sem eru í framboði fái flestu atkvæðin.

Þetta er hið réttláta kosningakerfi.


 

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.