Náttúra og umhverfi

Markús Guðmundsson
  • Skráð: 01.07.2011 11:21

Náttúra og umhverfi

Í tillögu A-nefndar að texta í áfangaskjali er undir 28. grein upptalning á sérstökum atriðum sem ástæða þykir til að standa vörð um.

Þarna finnst mér vanta að taka til atriða sem varða heilsu okkar allra en það er annars vegar hávaðamengun og hins vegar mengun af völdum útvarpsbylgna.

Af sömu ástæðu að við viljum búa við óspillt drykkjarvatn og óspillta náttúru, ættum við að vilja búa í samfélagi þar sem við getum treyst á að verða ekki fyrir langvarandi áhrifum af hávaða (svefnleysi og einbeitingarskortur hafa áhrif á framlegð og sálarró) eða útgeislun hættulegra bylgna af völdum t.d. rafeindatækja eða útvarpssenda (vefjaskemmdir sem leiða til sjúkdóma).

Ekki er mér alveg ljóst með hvaða hætti þetta ætti að koma inn í stjórnarskrá, en miðað við þá framtíð sem við siglum inn í, fyndist mér viðeigandi að því væru gerð skil.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.