Þjóðveldisstjórnarskrá Íslendinga 2013 - í vonum

Björn Baldursson
  • Skráð: 01.07.2011 11:39


Þjóðveldisstjórnarskrá Íslendinga 2013 - í vonum.

 

Til

Íslendinga.
30. 6. 2011.


"""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""

Ábending varðandi ÞJÓÐVELDISSTJÓRNARSKRÁ ÍSLENDINGA 2013 - í vonum.

stjórnarskrárbundin tvítrygging almannalýðræðis

þjóðræði með þingræði

meiri þjónusta - minna vald


"""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""

Í nafni almannafrelsis og lýðræðis gildir á Íslandi

ALMENNA VIÐNÁMSREGLAN
svo hljóðandi:

„Stjórnmál og trúmál fara ekki saman á Íslandi.
Starf stjórnmála- og trúarbragðaflokka er einstaklingsviðfangsefni, en ekki almannasýsla.
Stjórnmála- og trúarbragðaflokkar skulu ekki vera á almannaútgerð Íslendinga.“

* * *

Í nafni heiðarleika og mannauðstækifæra gildir á Íslandi

EINSKJÖRGENGISREGLAN
svo hljóðandi:

„Með kosningu til trúnaðarstarfs í almannaþágu á Íslandi fullnýtir kjörmaður kjörgengisrétt sinn til starfsins.“

Kjörnir trúnaðarmenn Íslendinga samkvæmt einskjörgengisreglunni skulu vera þessir:

Stjórn Borgaraþjónustunnar kjörin í óflokkstengdu einstaklingsbundnu þrímenningskjöri í hverfum
og á stöðum landsins.

Forseti Íslands kjörinn í óflokkstengdu einstaklingsbundnu kjöri á landsvísu.

Tveir forsetar Alþingis kjörnir í óflokkstengdu tvímenningskjöri á landsvísu.

Alþingismenn. Tuttugu menn kjörnir úr fjórum landshlutum.

Sveitarstjórnarmenn kjörnir í óflokkstengdu einstaklingsbundnu kjöri á sveitarstjórnarsvæðum.

Reglan gildir um alla aðra kjörmenn þjóðarinnar hverju nafni sem þeir kunna að nefnast.

* * *

Samkvæmt stjórnskipun í skjóli

ALMENNU LÝÐRÆÐISREGLUNNAR

svo hljóðandi:

„Æðsta stjórnskipunar- og félagslega vald á Íslandi felst í vitsmunalegri niðurstöðu meirihluta Íslendinga
á hverjum tíma.“

er með þjóðveldisstjórnarskrá þessari sett á stofn

ÞJÓÐARRÁÐUNEYTIÐ.

Þjóðarráðuneytið er laga- og stjórnsýsluþróunarstofnun hins almenna borgara á Íslandi.

Stjórnendur Borgaraþjónustunnar í öllum hverfum og á öllum stöðum landsins skulu sitja í ráðuneytinu,
en forseti Íslands vera því til halds og trausts og tala máli þess, þegar þjóðarhagsmunir eru í húfi.

* * *

Alþingismenn og forsetar Alþingis annast formsetningu lagaboða þeirra, sem þjóðin óskar
eftir, enda konungsarfurinn - ríkisráð - sent á enda veraldar með stjórnskipunarlögum þessum.

* * *

Þrír menn úr hópi kjörinna alþingismanna, forsætis-, innanríkis- og utanríkisráðherra, annast daglegt
eftirlit með lagaframkvæmd í landinu, sjá um rekstur ríkisstofnana og sinna hefðbundnum samskiptum
við erlend ríki, þar til þjóðarráðuneytið leggur til aðra skipan mála, að fengnu samþykki meirihluta
þjóðarinnar í almennri atkvæðagreiðslu.

* * *

Sveitarstjórnir fara með eignaumsýslu og önnur verkefni á sveitarstjórnarsviði í samræmi við nánari
ákvörðun þjóðarráðuneytisins, þar til öðruvísi verður ákveðið um framtíðarverkefni þeirra, með þeim
stjórnskipunarhætti, sem að framan greinir.

* * *

Borgaraþjónustan í hverfum og á stöðum landsins veitir hvers konar almenna borgaralega
þjónustu í samræmi við óskir íbúa, enda sýslumenn og aðrar opinberar stofnanir, eftir því
sem efni standa til, svo og sveitarstjórnaþjónusta, send á enda veraldar með þjóðveldis-
stjórnarskrá þessari.

* * *

Þjónustuþættir Borgaraþjónustunnar:

Eftirlitsþjónusta
Fjármálaþjónusta
Greiðslumiðlun
Heilsuvernd
Mannauðsgreining
Menntaþjónusta
Réttarvernd
Skráningarsvið
Staðarréttur
Stefnugátt
Upplýsingasvið
Viðburðaþjónusta
Velferðarsvið
Þjóðaröryggissvið
Þjóðtrygging

"""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""

Virðingarfyllst. Björn Baldursson bjarnarnafni@gmail.com

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.