Athugasemd við tillögur A-nefndar

Nils Gíslason
  • Heimilisfang: Skógarbraut 1107
  • Skráð: 01.07.2011 21:06

Kæra nefnd.

þessar tillögur eru að verða mjög góðar. Smá stór athugasemd: Í kaflanum um auðlindir segir: Til auðlinda teljast - - og síðan kemur upptalning.
Ég sakna að þarna skuli ekki vera talin upp stærsta auðlind landsins, sem er „ræktarland“. Það er grundvöllur fyrir sjálfbærni þeirri sem nú er mest talað um í heiminum. Sjálfbærni í matvælaframleiðslu.

Innilegar kveðjur.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.