Um kosningar og forseta lýðveldisins Íslands

Jón Aðalsteinn Hermannsson
  • Skráð: 04.07.2011 09:10

Til Stjórnlagaráðs

Hugmyndir mínar og athugasemdir.
Um alþingiskosningar og aðrar kosningar.

Rammi um löggjöfina. Lýðveldið grundvallist á starfi stjórnmálaflokka.
Þingræði verði undirstaða lýðræðis, sem verið hefur.
Kosið verði til Alþingis með 4 ára millibili án undantekninga. (Norska aðferðin)
Allt kosningabært fólk á Íslandi skulu hafa jafnan atkvæðisrétt frá 18 ára aldri, hver sem búseta er á landinu.

Það þýðir að Ísland verði eitt kjördæmi, þó skal kveða á með lögum til dæmis, að kjördæmi séu 6 til 12 (raunverulegt stjórnmálastarf þarf að geta farið fram í hverju kjördæmi fyrir sig, því má kjördæmi ekki ná yfir of stóran hluta landsins eins og nú er t.d. N-Austurkjördæmi)

Talning atkvæða fari fram í hverju kjördæmi og kjósandi geti séð á framboðslista, hvar hver frambjóðandi er heimilisfastur.

Stjórnmálaflokkar bjóði fram einn lista fyrir landið, kjósandi merkir með X við listann er hann velur og svo X við það nafn eða númer, frambjóðanda, sem hver kjósandi getur valið á þeim sama lista, þó er atkvæðið gilt, þó ekki sé X við nafn.)

(Upphaflega finnska aðferðin) (óbeint persónukjör, þó líka gilt sé aðeins X við nafn á frambjóðanda) (verði landið allt eitt kjördæmi þá má búast við að stjórnmálaflokkum fjölgi, því þarf að gera auknar kröfur til að stjórnmálaflokkur komi manni á þing, með atkvæðafjölda á bak við þingmann.)

Fjöldi alþingismanna t.d. miðist við að 10 þúsund kjósendur séu bak við hvern alþingismann (fimm þúsund nú). Þó væru alþingismenn 43 og þá 53 nöfn á hverjum lista (10 varamenn).

Kjörnum alþingismanni verur óheimilt að ganga úr eða færa sig milli stjórnmálaflokka á þingi en geta setið á þingi áfram, þá óháðir stjórnmálaflokkum.

(æskilegur fjöldi þingmanna nú væri 33 en v. nefndarstarfa of fáir)

Fjölgi þjóðinni um 20 þús. kjósendur, þá fjölgi þingmönnum um tvo.

Stjórnmálaflokkum verði skylt að láta koma skýrt fram í stefnuskrá, fyrir hverjar kosningar, hver verði fyrsti kostur, sem samstarfsflokkur í ríkisstjórn er mynduð verði eftir kosningar, (Það kemur þá í veg fyrir t.d. að ég kjósi í raun annan flokk en ég KAUS og gæti verið á öndverðum meiði stjórnmálaskoðana minna.

Dæmi.
Sá sem kaus Samfylkinguna árið 2007 kaus í raun Sjálfstæðisflokkinn eftir stjórnarmyndun þeirra flokka.

Forseti Íslands.

Í stjórnarskrá skal reynt að koma í veg fyrir að persónudýrkun myndist á Íslandi.

Lýðveldið Ísland skal kjósa sér í þjóðaratkvæðagreiðslu, karl eða konu, sem forseta, til fjögurra ára í senn.

Forseti sitji ekki lengur en þrjú kjörtímabil.

Því er lagt til að kjörgengir til forsetaframboðs séu allir íslenskir ríkisborgarar, sem eru með hreint sakarvottorð, aðrir en alþingismenn, dómarar og eða þeir, sem verið hafa í forsvari fyrir stjórnmálaflokk.

Forseti staðfesti lög frá Alþingi, sem nú er, en geti vísað lögunum aftur til Alþingis með leiðbeiningum um æskilegar breytingar (ekki til þjóðarinnar).

Þjóðaratkvæðagreiðslur.

Þjóðin getur krafist almennrar atkvæðagreiðslu um málefni t.d. með undirskriftasöfnun á handskrifuðum undirskriftalistum t.d. þá 20 þús. manns 18 ára og eldri. Á Interneti 60 þús. manns 18 ára og eldri. Forseti Alþingis taki við undirskriftalistum og sjái til þess að eftir þeim verði farið.

Alþingi geti ekki vísað málum til almennrar þjóðaratkvæðagreiðslu, hér er því lögð aukin áhersla á ábyrgð Alþingis og þeirra er þar sitja, reynt að kalla menn til að taka ábyrgð á ákvörðunum sínum.

Í raun hef ég ekki fleiri athugasemdir við störf Stjórnlagaráðs, en vonast til að þjóðin fái að greiða atkvæði um tillögur ráðsins, sem Alþingi ætti þá í raun ekki kost á að eyðileggja, þá væri verkið fullkomnað.

Jón Aðalsteinn Hermannsson

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.