Jafnrétti foreldra gagnvart börnum sínum

Aron Bergmann Magnússon
  • Heimilisfang: Nönnugata 10
  • Skráð: 04.07.2011 18:15

Góðan daginn.

Aron Bergmann heiti ég og er tveggja barna einstæður faðir sem er með börnin mín aðra hverja viku og á frábært samband með barnsmæðrum mínum.

Það sem mig langar samt að koma á framfæri er að þó svo að ég sé góður faðir og sinni börnum mínum jafnt á við mæður þeirra þá er ekki litið á mig jöfnum augum í kerfinu. Það er eins og ég sé ekki jafn þar sem lögheimili er ekki hjá mér þar sem það getur aðeins verið hjá öðru foreldranna.

Ég held að það sem mig langar að benda á er að mér finnst að það ætti að vera inni í nýju stjórnarskrá okkar Íslendinga að jafnræði sé meðal foreldra og að réttur beggja aðila gagnvart barni sínu sé tryggður. Ef að það á að vera jafnrétti á þessu landi þá ættu báðir foreldrar að vera jafnir gagnvart barni sínu við fæðingu.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.