Athugasemdir við samþykkt ráðsins 1. júlí

Jakob Björnsson
  • Skráð: 05.07.2011 10:00

Athugasemd við samþykkt Stjórnlagaráðs frá 1. júlí 2011

Stjórnlagaráð samþykkti hinn 1. júlí ákvæði um náttúru Íslands þar sem m.a. segir:

„Auðlindir í náttúru Íslands sem ekki eru í einkaeign skulu vera sameiginleg ævarandi eign þjóðarinnar“. Þetta felur í sér blátt bann til yfirvalda við að selja jarðir sem eru nú í eigu ríkisins til einkaaðila því að með slíkri sölu er jörðin ekki lengur „sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar“. Er þetta eðlileg takmörkun á valdi stjórnvalda?

Neðar í samþykkt Stjórnlagaráðs segir: „Nýtingu á náttúrugæðum skuli haga þannig að þau skerðist ekki til langframa...“

Með þessu ákvæði er í raun lagt bann við nýtingu tæmanlegra auðlinda, svo sem kola, olíu, jarðgass, verðmætra málma í jörðu, tæmanlegra byggingarefna o.fl.

Er þetta yfirveguð samþykkt? Þarf ekki að skoða málið betur?

Jakob Björnsson
jakobbj@samnet.is

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.