Stjórnarskrá.

Hafsteinn Sigurbjörnsson
  • Heimilisfang: höfðagrund 14 300 Akranes
  • Hagsmunaaðilar: eldri borgari
  • Skráð: 08.07.2011 21:33

Tillögur að stjórnarskrá Íslands.

Stjórnskipun Íslands.

1.gr. Ísland er fullvalda þjóðríki með fimmskiptu stjórnvaldi, Löggjafarvaldi, framkvæmavaldi, dómsvaldi, stjórnlagavaldi og forsetavaldi.

2.gr Löggjafarvaldið, Alþingi er skipað 51 fulltrúa, sem kostnir eru af þjóðinni í bundnum persónukostningum til 4. ára í senn
a. Allir Íslenskir ríkisborgarar 18 ára og eldri með hreint sakarvottorð eru kjörgengir til Alþingis.

3.gr.Dómsvaldið er allir dómarar landsins. Þeir skulu vera löglærðir og hafa starfað, sem lögmenn minnst 10 ár áður en þeir verða kjörgengir til dómarastastarfa . Þeir eru skipaðir til 5ára í senn.

4.gr.Framkvæmdavaldið er skipað 9 fulltrúum, sem kostnir eru bundinni persónukostningu til 4 ára í senn.
a. Allir Íslenskir ríkisborgarar 40 ára og eldri með hreint sakarvottorð eru kjörgengir til framkvæmdavaldsins að undanskyldum fyrrverandi Alþingismönnum, sitjandi Alþingismönnum og varamönnum þeirra einnig öllum starfandi dómurum, sýslumönnum og stjórnlagafulltrúum.

5.gr, Stjórnlagavaldið Lögrétta eru 15 fulltrúar, sem kostnir eru af þjóðinni í bundinni persónukostningu til 4 ára í senn.
a. Allir Íslenskir ríkisborgarar 50 ára og eldri með hreint sakarvottorð eru kjörgengir til setu í Lögréttu.

6.gr.Forsetavaldið er skipað 1 fulltrúa, sem kosinn er bundinni persónukostningu til 5 ára í senn.
a. Allir Íslenskir ríkisborgarar 40 ára og eldri með hreint sakarvottorð eru kjörgengir til forsetakjörs.

Verksvið valdhafa.

7.gr.Löggjafarvaldið Alþingi Íslands setur lög fyrir landslýð og hefur eftirlit með allri stjórnsýslu ríkisins. Það ákveður tekjustofna ríkisins, semur fjárlög fyrir hvert ár og felur ráðherrum framkvæmd þeirra ákvarðanna, sem í þeim felast.

8.gr.Forseti Alþingis er kosinn af þingmönnum til eins árs í senn, í byrjun hvers reglulegs Alþingis sem hefst 10 janúar ár hvert. Stýrir forseti fundum eins og fundarsköp hveða á um.

9.gr.Enginn getur setið á Alþingi lengur en þrjú kjörtimabil

10.gr.Alþingi starfar aldrei skemur en 9. mánuði ár hvert en lengur ef þurfa þykir.
Eftirfarandi greinar í núverandi stjórnarskrá er hluti þessara tillagna.
:31.gr.að undaskyldu fjölda þingmanna,32gr.36gr.37gr.38gr.39gr.og allar gr. frá og með 40 til 59 gr.,að undanskyldu 51 gr.

11.gr Dómsvaldið er allir dómara í öllum dómstigum og skulu þeir vera löglærðir menn og hafa starfað sem lögmenn minnst 10 ár áður en þeir ná kjörgengi til dómarastarfa.

12.gr.Dómarar skulu dæma eftir landslögum svo langt sem þau ná. Komi ágeiningur um túlkun laga og dómsorð, ræður meirihluti dómenda niðurstöðu dómsins.

13.gr.Dómendur skulu rökstyðja niðurstöðu sínar með greinargerð.

14.gr. Dómsvaldið er í höndum héraðsdómarar og hæstaréttardómarar dæma þeir í öllun ágreinismálum þjóðarinnar, sem til þeirra er vísað og varða landslög.
Eftirfarandi greinar í núverandi stjórnarskrá eru hluti þessara tillagna;
63.gr.64 gr.65gr. 66gr.67gr.68gr.69gr. 70gr.71gr.73gr.74gr.75gr.76gr.77gr.78gr.


15.gr.Starfandi dómarar eru ekki kjörgengir til Alþingis, Framkvæmdavaldsins né sem fulltrúar í 15 manna hóp þeirra sem skipa Lögréttu landsins. .
16.gr.Alþingi ákveður laun dómara og meiga þau aldrei vera hærri en fjórfaldur framfærslukostnaður einstaklinga að mati hagstofu Íslands.

17.gr.Lögrétta er valdastofnun í samvinnu með forseta Íslands um eftirfarandi stjórnsýsluverk

18.gr.Lögrétta og Forseti Íslands skipa alla dómara landsins. Einnig æðstu embættismenn ríkisins. Saksókknara ríkisins, Lögreglustjóra ríkisins, Ríkisendurskoðunnarstjóra, Ríkisskattstjóra og Þjóðhagsstofustjóra.

19.gr. Verði ágreiningur milli Forseta og Lögréttu um afgreiðslu mála, ræður afl atkvæða niðurstöðu.

20.gr. Atkvæði Forseta er fjórfalt á móti hverju atkvæði eins Lögréttufulltrúa.

21.gr.Lögrétta fjallar einnig um vald forseta samkvæmt 26.gr. í núverandi stjórnarskrá.

22.gr.Verði ágreiningur milli forseta og Lögréttu um vísun mála til þjóðarinnar ræður afl atkvæða niðurstöðu.

23.gr.Forseti landsins kallar Lögréttu saman til afgreiðslu framangreindra verkefna og skal hverju sérstöku verkefni lokið innan tveggja vikna frá tilkalli forseta.

24.gr.Framkvæmdavaldið, ríkisstjórn landsins skal starfa eftir gildandi landslögum.

25.gr.Allar samþykktir Alþingis, fjárlög sem önnur lög er snúa að stjórnsýslu ríkisins skal vísa til framkvæmdavaldsins ríkisstjórnar landsins.

26.gr.Ráðherra hvers fagráðuneytis ber ábyrgð á öllum gerðum síns ráðuneytisins.

27.gr.Forsætisráðherra er samábyrgur öðrum ráðherrum um starfsemi hvers fagráðuneytis.

28.gr.Ráðherra flytur Alþingi mánaðarlega skýrslu um störf síns ráðuneytis og svarar fyrirspurnum Alþingismanna um hana.

29.gr,Ráðherra er ekki skyldugur að sitja fundi Alþingis nema forseti Alþingis óski þess.

30.gr.Forsætisráðherra er formaður framkvæmdavaldsins.

31.gr. Undir hann heyra samhæfing í störfum ráðuneyta með reglulegum fundum ráðherra til hagræðingar í störfum þeirra.

32.gr. Seðlabanki landsins heyrir undir forsætisráðherra og önnur þau málefni sem Alþingi ákveður og ekki heyra beint undir önnur fagráðuneyti.

33.gr.Undir fjármálaráðuneytið heyra allir tekjustofnar ríkisins. Skattar, tollar og aðrar tekjur sem Alþingi semþykkir hverju sinni og mynda ríkisjóð Íslands.

34.gr.Fjármálaráðneytið sér um úthlutun fjármuna til fagráðuneyta samkvæmt ákvörðun Alþingis í fjárlögum.

35.gr.Undir utanríkisráðuneytið heyra öll mál er varða samskipti Íslands við önnur ríki, milliríkjasamningar, sendiráð og önnur milliríkjasamskipti, samkvæmt lögum og samþykktum Alþingis á hverjum tíma.

36.gr.Undir innanríkisráðuneytið heyra öll löggæsla, dómgæsla, öryggisgæsla, trúfélög og annað sem Alþingi samþykkir og ekki er bundið í starfsemi annara ráðuneyta.

37.gr.Undir mennta og menningarráðuneytið heyra öll menntamál, allir skólar og aðrar fræðslu, vísinda og þekkingar stofnanir. Einnig öll menningarmál, leikhús, listastofnanir, íþróttastofnanir, þjóðmenjar allar og annað það sem Alþingi samþykkir og ekki er bundið í öðrum ráðuneytum.

38.gr.Undir félags og heilbrygðisráðuneytið herya öll hagsmunafélög, stéttarfélög, íþróttafélög, sem og önnur félög, einnig öll heilsugæsla í landinu, sjúrahús, hjúkrunarstofnanir, heilsugæslustofnanir og annað það sem Alþingi samþykkir og ekki er bundið í öðrum ráðuneytum.

39.gr.Undir umhverfisráðuneytið heyra öll skipulagsmál og umhverfismál í landinu sem og annað það sem Alþingi samþykkir og er ekki bundið í öðrum ráðuneytum.

40.gr.Undir atvinnumálaráðuneytið heyra öll atvinnustarfsemi í lögsögu Íslands, í iðnaðar-, sjávar-, landbúnaðr-,flug-, og ferðastarfsemi og öðru því sem Alþingi samþykkir og er ekki bundið í öðrum ráðuneytum.

41.gr.Undir samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytið heyra öll samgömgumál á landi í lofti og á sjó og sveitarstjórnarmál og annað það sem Alþingi samþykkir og ekki er bundið í öðrum ráðneytum.

42.gr.Ráðherra hefur tillögurétt og málfrelsi á Alþingi en ekki atkvæðisrétt.

43.gr.Gerist ráðherra brotlegur í starfi getur Alþingi,að undanngenginni rannsók, svift hann embætti ef 34 eða fleiri alþingismenn samþykkja það. Sé ráðherra sviftur embætti tekur sæti hans sá frambjóðandi er næstflest atkvæði fékk til þess embættis í síðustu kostningu og situr út það kjörtimabil.

44.gr.Forsetavaldið er í hendi forseta þjóðarinnar eða forseta Alþingis, í forföllum kjörins forseta þjóðarinnar.

45.gr.Forsetinn er þjóðhöfðingi landsins og kemur fram sem slíkur við obinberar athafnir bæði innanlands sem erlendis.

46.gr.Forseti skal stuðla að samheldni og einingu þjóðarinnar í athöfnum sínum.

47.gr.Forsetavaldiu er skylt að vísa ágreiningsmálum á Alþingi til þjóðarinnar, ef 20% atkvæðra bærra kjósenda krefjast þess. Einnig ef þriðjungur eða fleiri Alþingismenn krejast þess.

48.gr.Forseti staðfestir lög frá Alþingis með undirskrift sinni. Neiti forseti með samþykki Lögréttu að staðfesta þau, fara þau til þjóðaratkvæðagreiðslu innan tveggja mánaða frá höfnun þeirra.

Eignarréttar ákvæði um auðlindir Íslands.

49.gr.Auðlindir Íslands eru sameign Íslensku þjóðarinnar.

50.gr. Sérhver Íslenskur ríkisborgari til dánardægurs, er eigandi eins hluta af auðlindum Íslands til jafns við sérhvern annan Íslenskan ríkisborgara á hverjum tíma.

51.gr.Eignarrétt þennan er ekki hægt að selja eða ánafna öðrum á nokkurn hátt og erfist ekki.

52,gr. Öll efnisleg og hugleg verk manna skulu háð lögum um séreignarrétt, jafnt ríkiseignir, héraðseignir, félagseignir og einstaklingseignir Viðskiptalegt frelsi um meðferð þeirra eigna, skal háð landslögum á hverjum tíma.

53.gr.Auðlindir Íslands er skylt að nýta á sjálfbæran hátt og ákveður Alþingi á hverjum tíma þau nýtingarform hverrar auðlindar, sem hagstæðust eru frá þjóhagslegu sjónarmiði.

Auðlindir Íslands eru.

54.gr.. Allt heitt og kalt vatn, kyrrstætt sem rennandi og tært, sem ótært.

.55.gr. Öll efnisgæði í jörðu málmar, steinefni sem og önnur jarðefni til iðnaðarvinnslu.

56.gr.Sjávarfang allt, bæði í sjó, á hafsbotni og undir hafsbotni í efnahagslögsögu Íslands

57.gr.. Allt land innan þjóðlendu, þjóðgarða og allt óræktað land frá stórstraums fjöru sjávar.

58.gr.Lögbýli er bújörð ræktaðs lands. Öll mannvirki, bústofn og tæki er til lögbýlis teljast eru séreignarleg verðmæti að undanskyldu auðlindum undir yfirborði jarðar.

59.gr.Óræktað land sem lögbýli hefur notað til beitar fyrir búfé þess, er heimilt að nýta það áfram, að fegnu leifi og undir eftirliti frá umkverfisráðuneyti Íslands.

60.gr.Óski aðilar eftir nýtingarrétti á óræktuðu landi til landgræðslu skóga, framleiðslu matjurta eða búfjárreksturs í einhverri mynd, skal það heimilt gegn hóflegu gjaldi.

61.gr.Umhverfisráðuneyti Íslands veitir leifi til nytingar á óræktuðu landi í samræmi við stjórnarskrá og lög þar að lútandi.

62.gr.Mannréttindasáttmáli sameinuðuþjóðanna með þeim viðauka sem nú er í Íslensku stjórnarskránni verður áfram hluti Íslensku stjórnarskrárinnar.

Kostningar og kjördæmi.

63.gr.Allar kostningar skulu vera leynilegar, jafnt á Alþingi sem allstaðar annarstaðar í stjórnkerfi þjóðarinnar, einnig í öllum félagasamtökum, sé þess krafist af fjórðungi fundarmanna á fundum.

64.gr.Kostningar til Alþingis er á 4 ára fresti fyrstu helgina í maí.

65.gr.Alþingiskostningar eru listakostningar og persónubundnar með niðurröðun kjósandans í töluröð frá 1-5 á frambjóðendum þess lista sem hann ákveður að kjósa.

66.gr.Kostning 9 ráðherra í ríkistjór Íslands skal skal vera jafnhliða Alþingiskostningum úr 45 manna úrtaki, sem Alþingismenn hafa tilnefnt úr hópi frambjóðenda og uppfylla skilyrði um frambjóðendur til ráðherrastarfa

67.gr.Kostningar 15 fulltrúa í Lögréttu, skal kjósa á 4 ára fresti fyrstu helgina í júní.

68.gr.Alþingismenn skulu á sama hátt tilnefna 60 aðila úr hópi frambjóðenda í Lögréttu, er uppfylla þau skilyrði sem þar er krafist.

69.gr.Alþingismanna skulu gæta kynjajafnræðis í tilnefningum til ráðherradóms og í Lögréttu.

70.gr.Náist ekki samstaða meðal þingmanna um frambjóðendur til ráðherrastarfa og frambjóðendur í Lögréttu, skulu vera hlutfallskostningar um framboðin milli þeirra lista, sem eiga alþingismenn á Alþingi.

71.gr.Kostningar til sveitastjórna skulu vera á 4 ára fresti fyrstu helgina í óktóber.

72.gr.Sveitarstjórnarkostningar eru listakostningar og persónubundnar á sama hátt og við Alþingiskostningar.

73.gr.Kjördæmi landsins skulu vera 8. Og eru kjördæmakjörnir Alþingismenn samtals 17.

74.gr.Úr hverju kjördæmi er minnst einn maður kosinn en fjölmennu kjördæmi allt að 5.menn kjörnir.
75.gr.Ákveða skal fyrir hverjar Alþingiskostningar af landskjörstjórn, hversu margir þingmenn skal kjósa úr hverju kjördæmi.

76.gr.Ákvörðun landskjörstjórnar skal miðast við að sem jafnast atkvæðamagn standi að baki hvers kjördæmakosins Alþingismanns. og ræður því fjöldi kostningabærra manna í hverju kjördæmi.

77.gr.Landskjörnir Alþingismenn eru 34. Ræður fjöldi atkvæða þess lista sem kjósandi kýs, með uppröðun á listan, hvaða frambjóðendur fá sæti á Alþingi af þeim lista.

78.gr.Samanlagður atkvæðafjöldi hvers lista úr kjördæmakjöri og landskjöri ræður því hversu marga þingmenn hver listi fær til setu á Alþingi.

79.gr.Launakjör kjörinna og skipaðra aðila í stjórnkerfi landsins, skulu aldrei nema hærri upphæð, en sem svarar fjórföldum framfærslukostnaði einstaklings útreikað af hagstofu Íslands.

80. gr.Stjórnarskrá þessari má breyta komi tillögur þar um frá 30% atkvæðisbærra aðila til Alþingiskostninga, sem staðfesta það með undirskrift sinni.
Kjósa skal um breytingarnar í tvennum kostningum með 6. mánaða millibili og skoðast breytingarnar samþykktar, ef þær hljóta meirihluta atkvæða allra kostningabærra Íslenskra ríkisborgara í báðum kostningunum.

Greinargerðir.

Stjórnskipun þjóðarinnar er lítið breitt að öðru leiti en því að inn kemur fimmta valdastofnunin þ.e. Stjórnlagaráð ( þessari valdastofnun má gefa annað nafn t.d. Lögrétta ) Þessi nýja valdastofnun er hugsuð fyrst og fremst til þess að tryggja á sem öruggugastan máta hlutlaust og traustverðugt réttarríki óháð öðrum valdastofnunum landsins.
Skipan þessa stjórnlagaráðs ( Lögréttu) er sjálfsagt hægt að framkvæma á fleiri en einn veg, en mér finnst þrjár leiðir aðallega koma til greina (a) Að forseti landsins skipi þessa nefnd. (b) Að Alþingi tilnefni eða kjósi með hlutfalls kostningu 45 eða 60 aðila úr hópi frambjóðenda, sem þjóðin síðan kysi 15 aðila úr í stjórnlagaráð (Lögréttu) í almennum kostningum.(c) Að sjálfskipað yrði í ráðið á þann máta sem kemur fram í grein minni á vef stjórnlagaráðs , sem heitir Öldungaráð

Önnur greinargerð á þessum sama vef er lýsing á þeirri leið sem ég tel mjög jákvæða við val á framkvæmdavaldinu Greinin heitir Val á ráðherrum. Þar er grunnhusunin sú, að framkvæmdavaldið þ.e. ráðherrarnir, séu kostnir af þjóðinni eftir tilögum frá Alþingi og starfa eins og framkvæmdastjórar í ákveðnum stofnunum ríkisins t.d. eins og framkvæmdastjóri innkaupastofnunar ríkisins eða sem framkvæmdastjóri stórra fyrirtækja.
Alþingi yrði þá hin raunverulega ríkisstjórn sem mótaði stefnu stórfyrirtækisins Ísland.

Með því að hver kjósandi kjósi í tvennu lagi til Alþingis, annars vegar 17 kjördæmakjörna þingmenn og hinsvegar 34 landskjörna þingmenn er að tryggja að hvert kjördæmi hafi að minnsta kosti einn þingmann sem fulltrúa sinn á Alþingi. Landskjörnu þingmennirnir 34 yrðu því samþykktir á landsfundi hvers pólitísks framboðs en kjördæma þingmennirnir í sínu kjörbæmi.
Samanlagður atkvæða fjöldi hvers lista úr þessum tveim kostningum deilt með tveimur seigir heildartölu þeirra þingmanna sem náð hafa kjöri af hverjum lista.
Þessi aðferð jafnar að mestu leiti misræmi á atkvæðafjölda á bak við hvern þingmann.
Ekki má bjóða fram á neinum lista sama mann bæði á kjördæmislista og landskjörslista.

Grunnhugsunin á bak við þessa hugmynd að stjórnarskrá er eftirfarandi:
Fyrsta. Að stórauka beina þátttöku þjóðarinnar með kostningum í allar 5 valdastofnanir þjóðarinnar
Þ.e. Alþingi, framkvæmdavaldið, dómsvaldið, forsetavaldið og Lögréttu
Annað. Með beini þátttöku þjóðarinnar í kostningum um skipun valdastofnanna verða þær sjálfstæðari og gagrýnni á hvora aðra.
Þriðja. Í þessum hugmyndum er krafa um aukið lýðræði, launajafnræði, eignarrétt á auðlindum þjóðarinnar og heilbrigðari og réttlátari skipun valdsstjórnar og stjórnsýslu í landinu.

Hafsteinn Sigurbjörnsson.

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.