Lífsgæði

Einar E. Sæmundsson
  • Heimilisfang: Birkigrund 11, 200 Kóp.
  • Skráð: 12.07.2011 15:16

Um hugtakið LÍFSGÆÐI og nútíma notkun þess:

Ég legg til að hugtakið lífsgæði verði tekið upp í nýrri stjórnarskrá Íslands sem er í undirbúningi. Í nýlegum íslenskum lögum er fjöldinn allur af ákvæðum til þess að tryggja lífsgæði manna. Þessi lög setur okkur fjöldann allan af viðmiðum til að tryggja okkur fullkomnara líf. Sú hugsun sem alls staðar skín í gegn er að viðkomandi ákvæði eiga að tryggja okkur betra líf.

Nægir þar að nefna. (löng upptalning af lögum sem öll hafa þetta göfuga markmið)

Notkun orðsins LÍFSGÆÐI hefur breiðst út og þá í þeim tilgangi að lýsa væntingum og þeim staðreyndum sem áðurnefnd tilvitnun í lög og reglur eiga færa okkur.

Brot á þeim leikreglum sem settar eru með lögum og varða lífsgæði fólks, mengun hvers konar, eyðilegging náttúru- og menningarminja svo og íhlutunarrétturinn til þess að hafa áhrif á og móta umhverfið telst vera árás á lífsgæði nútímamannsins.

Hugtakið lífsgæði á heima sem varnaréttur í stjórnarskránni við hliðina á ákvæði eins og eignarréttinum sem við verjumst með þegar ráðist er á lögvarinn eignarrétt.

Lífsgæði eru lögvarin með ótal ákvæðum óskyldra laga sem öll eru sett með það að leiðarljósi að bæta lífsskilyrði manna.

Samþykktir frá Landvernd sem hafa verið gerðar kunnar og eru að lýsa ýmsum þáttum sem snerta gæði umhverfisins. Það minnti mig á hugleiðingar sem ég fór í gegnum fyrr á árinu eftir málþing Skipulagsstofnunar sem fjallaði um íbúasamráð.

Einar E. Sæm

landslagsarkitekt FÍLA

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.