MANNGERT LANDSLAG

Einar E. Sæmundsson
  • Heimilisfang: Birkigrund 11, 200 Kóp.
  • Skráð: 12.07.2011 15:37

MANNGERT LANDSLAG - TIL GAGNS OG GAMANS.

Einkenni á umræðu um stöðu landslagsarkitektúrs á Íslandi er að manngert umhverfi - LANDSLAG - stendur í miklum skugga af ímynd hinnar ósnortnu náttúru landsins. Landslag/náttúra í huga flestra Íslendinga er eitt og það sama.

Ferðaþjónustuaðilar keppast við að halda þessari ímynd við og markaðssetja landið sem ósnortna náttúru og landslag, útlendingum er jafnvel selt Bláa lónið sem íslensk náttúra. Manngert landslag er af þeim sem móta viðhorf ekki hátt skrifað. Það sama á við um þá sem hæst hafa um umhverfisvernd. Opinber byggingarlistastefna var gefin út af menntamálaráðuneytinu 2007 í samstarfi við Arkitektafélags Íslands. Landslagsarkitektar voru ekki kallaðir að því borði. Það er því engin opinber stefna um mótun landslags/manngerðs umhverfis. Um „Sambýli manns og náttúru" segir: „Mikilvægt er að gæta að því landslagi sem ekki hefur verið numið undir manngert umhverfi. Með vaxandi ferðamennsku og útivist er aðkallandi að móta stefnu gagnvart mannvirkjagerð á lítt snortnum eða óspjölluðum stöðum utan hefðbundinnar byggðar. Stjórnvöld bera ríka ábyrgð á því hvernig hið manngerða umhverfi þróast og vex og eru í einstakri stöðu til að hafa áhrif til góðs og leggja áherslu á tillitssemi við náttúrulegt landslag og viðkvæma staði.“ Stefnan er í fullu samræmi við hugmyndir okkar um landslag/náttúru. Eins konar EKKI MÁ móta umhverfið/landslagið. Mætti lesa að landslagið/ náttúruna mótuð til gagns og gamans sé eyðilegging.

Fjölmiðlaumræða um mannvirki á Íslandi ber þess oft merki að hún er hvorki fagleg eða byggð á þekkingu. Þegar fjallað er um nýbyggingar þá er nærri því regla að arkitekts, landslagsarkitekts eða annara hönnuða sé ekki getið. Hins vegar er fjallað ítarlega um hver var byggingameistari, múrari og eða pípulagningamaður os.frv. Íslendingar sem hafa ríka bókmenntahefð og bera mikla virðingu fyrir höfundarrétti í bókmenntum. Ef slík fjölmiðlaumræða yrði heimfærð upp á bókaútgáfu og ekki væri fjallað um höfund bókarinnar heldur um hver hafi prentað, litgreint eða ljósmyndað, þá myndi jafnvel almenningur bregðast hart við.

Félag ísl. Landslagsarkitekta hefur látið þýða Evrópska landslagssamninginn, samning sem skilgreinir hugtakið LANDSLAG. Landslagsarkitektar glöddust því þegar í stjórnarsamningi ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms vorið 2009 var gefið fyrirheit um að samningurinn verði staðfestur af íslenskum yfirvöldum. Túlkun samningsins nær bæði til landslags/náttúru sem er ósnortin, einnig til landslags sem maðurinn hefur mótað og segir: „Landslag" merkir svæði sem fólk sér og fengið hefur ásýnd og einkenni vegna samspils náttúrulegra og/eða mannlegra þátta." Vonir standa til að skilgreining samningsins rati í íslensk lög þegar hann hefur verið innleiddur.

Á afmælisári FÍLA í maí 2008 var í samstarfi Listasafns Reykjavíkur og styrktaraðila ráðist í að fá landslagsarkitektinn og listamanninn Matrha Swartz frá Bandaríkjunum með sýningu á Listahátíð sem hét "alimlunat /I hate nature". Í sýningarskrá eru hugleiðingar hennar um viðhorf Bandaríkjamanna til náttúru og landslags. Bandaríkjamenn telja landslag og NÁTTÚRU vera eitt og hið sama. Afleiðingarnar eru sú skoðun að öllu tilbúnu landslagi beri siðferðileg skylda til að sýna NÁTTÚRUNA (svo framarlega sem trén þvælast ekki fyrir þegar horft er á húsið). Flestir Bandaríkjamenn trúa því að „gott landslag sé landslag þar sem mannshöndin er hvergi sýnileg".

Ummæli

Störf Stjórnlagaráðs fara fram fyrir opnum tjöldum og við bjóðum öllum sem fylgja samskiptasáttmálanum að setja inn ummæli á vefinn.

Markmið umræðukerfisins er að bjóða upp á málefnalega og uppbyggjandi umræðu. Ærumeiðandi og óvægin ummæli í garð einstaklinga og þrálátar rangfærslur verða fjarlægð.

Samskiptasáttmáli Stjórnlagaráðs
  1. Við fögnum uppbyggilegri rökræðu en líðum ekki persónulegar árásir né misnotkun á umræðukerfinu.
  2. Við hvetjum til gagnrýnnar og upplýsandi umræðu forðumst gífuryrði og leggjum ekki öðrum orð í munn.
  3. Við notum einföld en skýr skilaboð og virðum skoðanir annarra.
  4. Allar athugasemdir sem endurspegla fordóma í garð einstaklings eða hópa verða fjarlægðar.
  5. Við áskiljum okkur rétt til að loka á notendur eftir tvær viðvaranir og þriðja brot á þessum sáttmála.

Þessi vefur er sameign okkar sem höfum áhuga á umræðu um málefni stjórnarskrár Íslands. Það er nýmæli að bjóða upp á opna umræðu af þessu tagi við mótun opinberra skjala og við vonumst til að þessi vefur verði skref í rétta átt í þróun umræðuhefðar á netinu.

Vinsamlega tilkynnið brot á sáttamálanum til umraeda@stjornlagarad.is.