Tilkoma lénsins

06.10.2010 13:21

Egill Jóhannsson og Anna Helgadóttir eru meðal þeirra sem tóku þátt í grasrótarhreyfingunni Lýðveldisbyltingin sem var stofnuð í janúar 2009. Tilgangur hreyfingarinnar var að virkja almenning til breytinga á stjórnarskránni. Egill og Anna skráðu lénið www.stjornlagathing.is í febrúar sama ár í þeirri trú að formlegt stjórnlagaþing yrði að lokum að veruleika og sú varð raunin þegar Alþingi samþykkti lögin um stjórnlagaþingið í júní s.l.. Í kjölfarið ákváðu þau að veita stjórnlagaþingi aðgang að léninu fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Aðgangurinn var m.a. veittur með því skilyrði að lénið yrði notað á skilvirkan hátt til að miðla réttum og skiljanlegum upplýsingum gegnum netið til allra Íslendinga um framgang stjórnlagaþingsins.

 

Fara í fréttalista