Fyrirhuguð umfjöllun RÚV um kosningar til Stjórnlagaþings

18.11.2010 13:03

Fyrirhuguð umfjöllun RÚV um kosningar til Stjórnlagaþings

 

Fréttastofa RÚV verður daglega með umfjöllun um kosningar til Stjórnlagaþings til 27. nóv. og á sunnudagskvöld verður Fréttastofa sjónvarps með fréttaskýringu um þær. Silfur Egils verður með umfjöllun um kosningarnar og stjórnarskrána á sunnudaginn 21. nóv. Kastljós er að hefja umfjöllun um kosningarnar og 25. nóv. verður 70 mínútna þáttur um þær. Rás 1 og 2 fjalla um kosningarnar með einum eða öðrum hætti á næstunni t.d. verður ítarleg umfjöllun í Speglinum, Morgunútvarpinu og Síðdegisútvarpinu, Málfundir Stjórnarskrárfélagsins  verða í þættinum Heyranda hljóði á þriðjudögum á Rás 1, Samfélagið í nærmynd verður með umfjöllun og Vítt og breitt. Hægt er að nálgast kynningar á frambjóðendum í sjónvarpi utan hefðbundinnar dagskrár. RÚV er jafnframt með kosningavef um Stjórnlagaþingskosningarnar.

 

Fara í fréttalista