RÚV kynnir frambjóðendur til Stjórnlagaþings

19.11.2010 11:36

RÚV kynnir frambjóðendur til Stjórnlagaþings

RÚV hefur ákveðið að bjóða hverjum og einum frambjóðanda til Stjórnlagaþings að kynna sig og sín málefni. Þær spurningar sem verða lagðar fyrir frambjóðendur eru: Hvort viðkomandi telji þörf á að breyta stjórnarskránni og af hverju fólk hafi ákveðið að bjóða sig fram. Frambjóðendur fá samtals 5 mínútur til að svara þessum spurningum.  Kynningarnar verða á dagskrá Rás 1 frá 22-26 nóvember á morgnanna, eftir hádegi og á kvöldin.  Ef frambjóðendur eru utan af landi verða viðtölin tekin upp gegnum síma. Alls er búist við að þættirnir verði á fimmta tug og um klukkustundalangir með 10-12 frambjóðendum í senn. Upptökur á þeim fara fram á morgun, sunnudag og mánudag. Ekki er vitað um dæmi þess að tekin hafi verið útvarpsviðtöl við jafn marga viðmælendur á jafn skömmum tíma og nú er stefnt að -  523 frambjóðendur á þremur dögum. Spyrjendur verða útvarpsmennirnir Leifur Hauksson, Linda Blöndal og Ævar Kjartansson.


 

 

 

 

Fara í fréttalista