Smíðaði fundarhamar fyrir Stjórnlagaþingið og gaf

26.11.2010 15:50

Smíðaði fundarhamar fyrir Stjórnlagaþingið og gaf

Eðvarð Hermannsson húsasmíðameistari kom færandi hendi á skrifstofu Stjórnlagaþings og gaf forláta fundarhamar sem hann smíðaði. Eðvarð vonast til að Stjórnlagaþingið komi til með að nota fundarhamarinn í þingsal. Hamarinn er listilega vel smíðaður og útskorinn og í honum eru þrjár viðartegundir, mahony, eik og askur. Við þökkum Eðvarði kærlega fyrir gjöfina sem á eftir að nýtast vel hjá stjórnlagaþinginu. Eðvarð er hér á myndinni til hægrimeð Þorsteini Fr Sigurðssyni sem tók við gjöfinni fyrir hönd Stjórnlagaþings.

Fara í fréttalista