Tæplega fjórðungur kjósenda búinn að kjósa í Reykjavík og í Kópavogi

27.11.2010 18:24

Klukkan 18 voru um 24% kjósenda í Reykjavík búnir að kjósa eða alls 21.413 . Í Kópavogsbæ höfðu 23,4% kosið klukkan 18. Kjósendur sem skrifstofa Stjórnlagaþings hefur hitt á í dag voru ánægðir með fyrirkomulag kosninganna og fannst mikið úrval af góðum frambjóðendum. Við hvetjum alla til að sýna lýðræðinu virðingu og kjósa til Stjórnlagaþings.

Fara í fréttalista