Munnlegur málflutningur fór fram í Hæstarétti í dag

12.01.2011 16:46

Munnlegur málflutningur fór fram í Hæstarétti í dag

Munnlegur málflutningur fór fram í Hæstarétti í dag vegna þriggja kæra um Stjórnlagaþingskosningarnar. Þeir, Skafti Harðarson og Óðinn Sigþórsson sem kærðu kosningarnar fluttu mál sitt og fengu um 15 mínútur hvor til þess. Ástráður Haraldsson formaður landskjörstjórnar og Bryndís Helgadóttir skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu tjáðu sig um efni kæranna af hálfu stjórnvalda. Þá fengu kjörnir þingfulltrúar tækifæri á að tjá sig í fimm mínútur hver og nýttu þeir, Gísli Tryggvason og Þorkell Helgason, sér það. Málflutningurinn tók tæpar 2 klukkustundir. 6 dómarar taka ákvörðun í málinu en þrír lýstu sig vanhæfa vegna tengsla við frambjóðendur eða þingfulltrúa. Ekki liggur fyrir hvenær Hæstiréttur tekur ákvörðun í málinu enn gera má ráð fyrir að það verði áður en Stjórnlagaþing kemur saman í næsta mánuði.  

 

Fara í fréttalista