Löggjafarvaldið, forsetinn og þjóðin. Um málskotsrétt forseta Íslands

28.02.2011 13:38

Opinn fundur Lagastofnunnar Háskóla Íslands. Miðvikudaginn 2. mars, kl. 12.15-13.15 í Lögbergi, stofu 101

Fjallað verður um ýmis stjórnskipuleg álitaefni sem tengjast heimildum forseta Íslands til að synja lagafrumvarpi staðfestingar. Leitað verður svara við því hvort stjórnarskráin geri almennt ráð fyrir að þjóðin fari með löggjafarvald. Eins verður lagt mat á hvort einhverjar breytingar á stjórnskipuninni hljóti að fylgja virkum málskotsrétti forseta.

Fer þjóðin með löggjafarvaldið í íslenskri stjórnskipun?
Björg Thorarensen, prófessor við Háskóla Íslands

Virkur málskotsréttur- og hvað nú?
Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík

Fundarstjóri: Eiríkur Tómasson, prófessor við Háskóla Íslands

Fara í fréttalista