Skipan í nefndir Stjórnlagaráðs

26.04.2011 15:54

Skipan í nefndir Stjórnlagaráðs

Verkefnanefndir Stjórnlagaráðs eru þrjár, A,B,C, og skiptast fulltrúar í ráðinu jafnt niður á þær. Nefndirnar hafa alls 14 þætti til umfjöllunar sem er í samræmi við þingsályktunartillögu um Stjórnlagaráð auk tillagna í skýrslu stjórnlaganefndar. Nefndunum ber að gera ráðsfundi reglulega grein fyrir framvindu starfs síns. Nefndirnar hófu störf í dag.

Verkefni A-nefndar eru: Grunngildi, ríkisborgararéttur og þjóðtunga, uppbygging og kaflaskipan stjórnarskrárinnar, náttúruauðlindir og umhverfismál og mannréttindi, þ.á m. þjóðkirkjan.

Fulltrúar í nefnd A eru: Silja Bára Ómarsdóttir, formaður, Örn Bárður Jónsson, varaformaður, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Freyja Haraldsdóttir, Illugi Jökulsson, Katrín Oddsdóttir og Þorvaldur Gylfason.

Verkefni B-nefndar eru: Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar, hlutverk og staða forseta Íslands, hlutverk og störf Alþingis, ríkisstjórn, störf forseta og ráðherra og verkefni framkvæmdarvaldsins, staða sveitarfélaga.

Fulltrúar í nefnd B eru: Katrín Fjeldsted, formaður, Vilhjálmur Þorsteinsson, varaformaður, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Gísli Tryggvason, Pétur Gunnlaugsson og Þórhildur Þorleifsdóttir.

Verkefni C-nefndar eru: Stjórnlagaráð, lýðræðisleg þátttaka almennings (þ.á m. stjórnarskrárbreytingar), sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds, alþingiskosningar, kjördæmaskipan og alþingismenn, samningar við önnur ríki og utanríkismál.

Fulltrúar í nefnd C eru: Pawel Bartoszek, formaður, Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður, Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Guðmundur Gunnarsson, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson og Þorkell Helgason.

 

 

Fara í fréttalista