Stjórnlagaráð í erlendum miðlum

09.06.2011 16:21

Stjórnlagaráð í erlendum miðlum

Fréttaveitan Associated Press hefur birt frétt um Stjórnlagaráð sem birtist nú í fjölmiðlum víða um heim. Þar er fjallað um störf ráðsins og gagnvirkni við almenning. Rætt er við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra sem segir m.a. að vel komi til greina að tillögur ráðsins um breytingar á stjórnarskránni verði settar í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en þær fara afgreiðslu hjá Alþingi. Meðal erlendra fréttastofa sem fjalla um störf ráðsins er ACB News. Guardian fjallaði einnig um störf ráðsins og í kjölfarið varð mikil umræða á Twitter. Vefsíður sem tileinkaðar eru tæknimálum hafa líka vakið athygli á störfum ráðsins.

Fara í fréttalista