Umfjöllun á Al Jazeera í kvöld

23.06.2011 17:06

Umfjöllun á Al Jazeera í kvöld

Fréttastofan Al Jazeera fjallar um störf Stjórnlagaráðs í kvöld um kl. 19.45 og ræðir við Katrínu Oddsdóttur fulltrúa í ráðinu. Hægt er að fylgjast með umfjölluninni á síðu Al Jazeera. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um störf Stjórnlagaráðs síðustu vikur. Fréttastofa danska ríkissjónvarpsins fjallaði t.d. um störf Stjórnlagaráðs þann 17. júní og ræddi við Gísla Tryggvason. Þá hafa spænskir, franskir og þýskir fjölmiðlar sýnt störfum ráðsins mikinn áhuga undanfarnar vikur.

Fara í fréttalista