Stjórnlagaráð samþykkir kafla um dómsvaldið

27.07.2011 14:27

Stjórnlagaráð samþykkir kafla um dómsvaldið

Stjórnlagaráð hefur samþykkt 6. kafla um dómsvald í drögum að nýrri stjórnarskrá.  Í kaflanum kemur fram ný grein um Hæstarétt Íslands þar sem segir að að hann sé æðsti dómstóll ríkisins og hafi endanlegt vald til að leysa úr öllum málum sem lögð eru fyrir dómstóla. Þó megi ákveða með lögum að sérstakur dómstóll leysi endanlega úr ágreiningi um kjarasamninga og lögmæti vinnustöðvana, þó þannig að ákvörðunum hans um refsingu verði skotið til annarra dómstóla. Í kaflanum kemur enn fremur fram að sjálfstæði dómstóla skuli tryggja með lögum og skipan ákæruvaldsins skuli ákveðin með lögum.

Fara í fréttalista