Arnfríður Guðmundsdóttir

Prófessor - F. 1961

arnfridur.gudmundsdottir@stjornlagarad.is

Námsferill

Doktorspróf í guðfræði frá The Lutheran School of Theology at Chicago, USA, 1996.
Embættispróf í guðfræði (Cand. Theol.) frá Háskóla Íslands 1986.
Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund, 1981.

Starfsferill

Kennari við guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ frá hausti 1996.
Prófessor frá 2008.
Víðtæk stjórnunarreynsla innan HÍ og Íslensku þjóðkirkjunnar frá 1996.
Prófessor í samstæðilegri guðfræði með sérstakri áherslu á kvennaguðfræði við guðfræðideild Háskóla Íslands 2008-.
Dósent í samstæðilegri guðfræði með sérstakri áherslu á kvennaguðfræði við guðfræðideild Háskóla Íslands 2003-2008.
Dósent í guðfræði með sérstakri áherslu á kvennaguðfræði við guðfræðideild Háskóla Íslands 2002-2003 .
Lektor í guðfræði með sérstakri áherslu á kvennaguðfræði við guðfræðideild Háskóla Íslands 2000-2002.
Fastráðinn stundakennari við guðfræðideild Háskóla Íslands 1998-1999.
Stundakennari við guðfræðideild Háskóla Íslands 1998.
Fastráðinn stundakennari við guðfræðideild Háskóla Íslands 1996-1997.
Leiðbeinandi í fullorðinsfræðslu við Rockefeller Memorial Chapel, University of Chicago 1994-1995.
Stundakennari við Lutheran School of Theology at Chicago 1994.
Aðstoðarkennari (teaching assistant) við University of Iowa 1988-1989.
Aðstoðarmaður prófessors (research assistant) við University of Iowa 1987-1988.

1987 Prestsvígsla 8. febrúar - prestsstörf:
Tímabundnar afleysingar í Víðistaðasókn, Hafnarfirði og í Bústaðasókn, Reykjavík 1996-1998.
Aðstoðarprestur í Garðasókn, júní-ágúst 1988.
Aðstoðarprestur í Garðasókn, febrúar-ágúst 1987.

Seta í nefndum og ráðum:
Fulltrúi doktorsnema í stjórn (Board of Directors) Lutheran School of Theology at Chicago 1993-1995.
Formaður starfshóps sem samdi starfsreglur um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar 1998.
Í stjórn Rannsóknastofu í kvennafræðum við Háskóla Íslands 1998-2003. Formaður frá september 2000-2003.
Formaður jafnréttisnefndar íslensku þjóðkirkjunnar 1999-2002.
Í stjórn Guðfræðistofnunar 2000-2006.
Í námsnefnd uðfræðideildar 2000-2003.   
Í nefnd sem vann að endurskipulagningu náms í uðfræðideild, bæði til embættispófs og BA-prófs 2000-2001.
Í rannsóknanámsnefnd guðfræðideildar 2000-2006.
Í starfshópi á vegum Kirkjuráðs um áratug gegn ofbeldi 2000-2003.
Formaður stjórnar Leikmannaskóla kirkjunnar 2001-2003.
Varamaður í Úrskurðarnefnd íslensku þjóðkirkjunnar 2004 -. (Sat í Úrskurðarnefnd sem aðalmaður frá des. 2005-maí 2006 og aftur frá maí-des. 2008).
Varamaður í Kenninganefnd íslensku þjóðkirkjunnar 2004 -. (Varamenn sátu alla fundi Kenninganefndar frá 2005-2007).
Varamaður í Háskólaráði HÍ 2005-2008. (Sat í Háskólaráði sem aðalmaður frá jan.-júní 2006 , des. 2006 - júní 2007 og des. 2007).
Varamaður í fjármálanefnd HÍ 2005-2008.
Varamaður í stjórn Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns 2006 -. (Sat í stjórn sem aðalmaður jan. - júní 2007).
Formaður jafnréttishóps guðfræðideildar HÍ 2006-2008.
Í stjórn Reiknistofnunar HÍ 2007 -.
Í jafnréttisnefnd HÍ 2007 -.
Fulltrúi Hugvísindasviðs á Háskólaþingi 2008-2010.
Formaður jafnréttisnefndar Hugvísindasviðs HÍ 2009-.
Í stjórn Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar 2009-.

Félagsstörf

Meðlimur í Prestafélagi Íslands 1987-.
Meðlimur í American Academy of Religion 1993-.
Meðlimur í European Society of Women in Theological Research. Tengiliður fyrir samtökin á Íslandi 1999 -.
Meðlimur í Vísindafélagi Íslands 2000-.
Meðlimur í Félagi prestsvígðra kvenna 2009-. Formaður frá 2010.

Fjölskylda

Maki: Gunnar Rúnar Matthíasson  f. 1961, sjúkrahúsprestur á Landspítalanum. Börn: Guðmundur Már f. 1991, Anna Rún f. 1997, Margrét Tekla f. 2004.