Skjalasafn

Litróf jafnræðisreglna

Páll Hreinsson hæstaréttardómari fjallar um inntak jafnræðisreglna í íslensku lagaumhverfi, þar á meðal 65. gr. stjórnarskrárinnar. Greinin birtist afmælisriti Gunnars G. Schram árið 2002.

Hlaða niður skjali

Prentfrelsi og nafnleynd

Grein eftir Ólaf Jóhannesson þáverandi prófessor við lagadeild Háskóla Íslands sem birtist í Úlfljóti, tímariti laganema árið 1969. Fjallar Ólafur um þáverandi tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar (prentfrelsi)og nafnleyndarrétt höfunda efnis í blöðum og ritum á þeim tíma.

Hlaða niður skjali

Stjórnarskrá Bandaríkjanna

Stjórnarskrá Bandaríkjamanna má finna hér í íslenskri þýðingu. Stjórnarskráin er frá 1787 og er sú elsta í heiminum. Henni hefur aldrei verið breytt en þess í stað hafa verið samþykktir fjöldinn allur af viðaukum við stjórnarskránna. Þekktasti viðaukinn er ,,Réttindaskráin" (e. Bill of Rights) en hún hefur að geyma mannréttindaákvæði.

Hlaða niður skjali

Stjórnarskrá Noregs

Stjórnarskrá Norðmanna í íslenskri þýðingu. Hún er elsta stjórnarskráin á Norðurlöndunum samþykkt árið 1814. Hún er stutt og laggóð, aðeins 112 greinar, en af þeim hafa níu greinar verið felldar úr gildi, svo að 103 greinar standa eftir. Henni hefur nokkrum sinnum verið breytt, m.a. sett í ítarlegt tjáningarfrelsisákvæði og ákvæði um nýtingu náttúruauðlinda.

Hlaða niður skjali

Blaðagrein - Þjóðin semur grundvallarlögin

II. hluti af umfjöllun Fréttablaðsins um endurskoðun á stjórnarskránni, 13. febrúar 2009.

Hlaða niður skjali

Blaðagrein - Lýðræðishalli af mannavöldum

III. hluti af umfjöllun Fréttablaðsins um endurskoðun á stjórnarskránni, 19. febrúar 2009. í þessum hluta er fengist við kosningarlög og kjördæmaskipan.

Hlaða niður skjali

Blaðagrein - Stjórnlagaþings bíða ærin verk

IV. hluti af umfjöllun Fréttablaðsins um endurskoðun á stjórnarskránni, 20. febrúar 2009. Í þessum hluta er rætt við stjórnskipunarspekinga, sem veita álit sitt á brýnustu verkefnum við endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Hlaða niður skjali

Um endurskoðun stjórnarskrárinnar

Grein frá Gunnari G. Schram fyrrv. prófessor við lagadeild Háskóla Íslands sem birtist í Tímariti lögfræðinga. Gunnar fjallar um viðhorf sín til endurskoðunar á stjórnarskránni árið 1977. Mörg af þeim atriðum sem Gunnar ræðir um að sé ábótavant hafa ekki tekið breytingum frá því grein hans var skrifuð.

Hlaða niður skjali

Verndar stjórnarskráin verkfallsréttinn?

Grein frá Ástráði Haraldsyni sem birtist í Tímariti lögfræðinga veturinn 2003. Ástráður fjallar um hvert sé inntak þeirrar verndar sem athafnfrelsi stéttarfélaga er búið með ákvæði 74. gr. stjórnarskrárinnar um félagafrelsi. Einkanlega er reynt að leiða í ljós hvort með ákvæðinu séu settar skorður við heimildum stjórnvalda til að hafa afskipti af beintingu verkfallsréttar stéttarfélaga.

Hlaða niður skjali

Sjálfstjórn sveitarfélaga

Grein eftir Trausta Fannar Valsson lektor við lagadeild Háskóla Íslands fjallar um inntak 1. mgr. 78. gr. stjórnarskrárinnar sem fjallar um sveitarfélög. Með ákvæðinu er lagður stjórnskipulegur grundvölllur að tilvist sveitarfélaga hér á landi en frekari þýðing ákvæðisins er næsta óljós. Í greininni reynir Trausti þó að varpa ljósi hvað felst í ákvæðinu og hvert sé inntak sjálfstjórnar sveitarfélaganna.

Hlaða niður skjali

Stjórnarskrá Þýskalands

Grundvallarlög sambandsríkisins Þýskalands samþykkt árið 1949. Stjórnarskráin er á íslensku, en í óstaðfestri þýðingu.

Hlaða niður skjali

Stjórnarskrá Danmerkur

Dönsku grundvallarlögin d. grunnloven, eða stjórnarskráin, frá árinu 1953. Skjalið er á íslensku en í óstaðfestri þýðingu.

Hlaða niður skjali

European v. National Constitutions

Grein sem birtist í European Constitutional Law Review árið 2005. í greininni er gerð grein fyrir hugmyndinni um stjórnarskrá Evrópu (e. Constitution of Europe), sem stóð til að samþykkja innan Evrópusambandsins og átti að gilda fyrir öll aðildarríkin í stað Rómarsáttmálans. Stjórnarskráin var felld með eftirminnilegum hætti af Bretum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Árið 2009 tók Lissabon sáttmálinn gildi, sem hefur að hluta til að geyma svipuð ákvæði og stóð til að væru í stjórnarskrá Evrópu.

Hlaða niður skjali

Stjórnarskrá Bandaríkjanna

Stjórnarskrá Bandaríkjanna frá árinu 1787 í íslenskri óstaðfestri þýðingu.

Hlaða niður skjali

Stjórnarskráin og refsiábyrgð (síðari hluti) - meginreglan um skýrleika refsiheimilda

Grein eftir Róbert R. Spanó prófessor við lagadeild Háskóla Íslands sem birtist í Tímariti lögfræðinga árið 2005. Greinin er síðari hluti af skýringu á 69. gr. stjskr. og tekur Róbert fyrir meginregluna um skýrleika refsiheimilda.

Hlaða niður skjali

Stjórnarskráin og refsiábyrgð (fyrri hluti) - grunnreglan um lögbundnar refsiheimildir

Grein eftir Róbert R. Spanó prófessor við lagadeild Háskóla Íslands sem birtist í Tímariti lögfræðinga árið 2004. Róbert fjallar um inntak 1. mgr. 69. gr. stjskr. en ákvæðið áskilur að engum verði gert að sæta refsingu án laga. Ákvæðið, sem áskilur lögbundar refsiheimildir, gerir því kröfur bæði til löggjafans við mótun og setningu refsiákvæða svo og til dómstóla við túlkun og beitingu slíkra ákvæða í réttarframkvæmd.

Hlaða niður skjali

Hverjir eiga fiskinn? - Nokkrar hugleiðingar um siðfræði eignarréttarins

Grein eftir Atla Harðarsson frá árinu 1992 sem birtist í Skírni. Atli rannsakar þá ályktun, að fiskurinn í sjónum sé sameign íslensku þjóðarinnar. Í fyrsta lagi skoðar hann forsendur hennar og í annan stað fjallar Atli almennt um eignarnám og eignarrétt á náttúrugæðum og skýrir hvaða reglur eigi að gilda þar um. Að lokum fer Atli stuttlega yfir þá kenningu að þjóðinni beri réttur á leigu eða arði frá þeim sem nýta fiskistofnana og af hverju sú kenning fæst ekki staðist.

Hlaða niður skjali

Straumhvörf í kirkjurétti

Grein eftir Pál Sigurðsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands þar sem fjallað er um nýja löggjöf um þjóðkirkjuna sem stóð til að setja árið 2005. Grein Páls birtist sama ár í Lagaskuggsjá.

Hlaða niður skjali

Hinn kennilegi grundvöllur 73. gr. stjórnarskrárinnar

Eiríkur Jónsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands fjallar um kennilegan eða réttarheimspekilegan grunn tjáningarfrelsisákvæðisins. Grein Eiríks birtist í Tímariti lögfræðinga árið 2007.

Hlaða niður skjali

Stjórnskipunarréttur

Kafli úr bókinni; ,,Um lög og rétt" sem kom út árið 2006. Kaflinn ber heitið ,,Stjórnskipunarréttur" og er skrifaður af Björgu Thorarensen prófessor í lögum við Háskóla Íslands. Kaflinn er ætlaður sem inngangsefni fyrir íslenskan stjórnskipunarrétt.

Hlaða niður skjali

Hugleiðingar um réttarstöðu ráðherra

Eiríkur Tómasson fjallar um í grein sinn frá árinu 1994 og birtist í Úlfljóti, Tímariti laganema við Háskóla Íslands, réttarstöðu ráðherra almennt, skipun og lausn ráðherra og valdsvið hans, þ.á.m. um valdsvið ráðherra hvers gagnvart öðrum.

Hlaða niður skjali

Sjálfstjórn sveitarfélaga

Grein eftir Jóhann Tómas Sigurðsson lögfræðing sem birtist í Úlfljóti, Tímarit laganema við Háskóla Íslands árið 1999. Jóhann fjallar um inntak 78. gr. stjórnarskrárinnar sem mælir fyrir um sjálfstjórn sveitarfélaga.

Hlaða niður skjali

Alþjóðasamningur um borgaralega og stjórnmálaleg réttindi

Markmiðið með samningnum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi er að aðildarlöndin tryggi íbúum sínum grundvallar borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, eins og tjáningarfrelsi og kosningarétt.Ísland fullgilti samninginn árið 1978 og var hann lögfestur árið 2008.

Hlaða niður skjali

Alþjóðsamningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi

Alþjóðasamningurinn um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi (1966) mynd­ ar ásamt Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna (1948) og Alþjóðasamningnum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (1966) hina svonefndu Alþjóðlegu réttindaskrá. Í samræmi við Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna viðurkenna samningarnir að „… sú hugsjón að menn séu frjálsir og njóti borgaralegs og stjórnmálalegs frelsis, séu óttalausir og þurfi ekki að líða skort, rætist því aðeins að sköpuð verði skilyrði til þess að allir geti notið borgaralegra og stjórnmálalegra réttinda, jafnt sem efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda.“ Í lok árs 2008 hafði samningurinn verið fullgiltur af 160 ríkjum.

Hlaða niður skjali

Lýðræði og stjórnfesta

Grein eftir Gylfa Þ. Gíslason birt í Helgafelli árið 1945 um lýðræði og stjórnfestu.

Hlaða niður skjali

Stefnuskrá lýðveldisins: Nokkrar hugleiðingar um stjórnarskrá

Grein eftir Þorvald Þórarinsson sem birtist í Helgafelli 1945.

Hlaða niður skjali

Vald forseta sem handhafa framkvæmdarvalds

Grein eftir Björgu Thorarensen prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Greinin var birt árið 2006 í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla. Greinin var upphaflega erindi sem flutt var af Björgu á ráðstefnu um forsetaembættið og stjórnarskrána í sögulegu ljósi, sem haldin var 25. mars 2006 af Sagnfræðingafélagi Íslands í samvinnu við stjórnarskrárnefnd.

Hlaða niður skjali

Af öðrum kögunarhóli - Nokkur álitaefni varðandi endurskoðun stjórnarskrárinnar

Grein eftir Þorstein Pálsson sem birtist í Bifröst, riti Háskólans á Bifröst árið 2006. Þorsteinn reifar sín sjónarmið um hvað beri að endurskoða í stjórnarskrá í tilefni þess að skipuð var nefnd árið 2005 til þess verkefnis.

Hlaða niður skjali

Samhent stjórnsýsla

Ný skýrsla unnin af nefnd sem skipuð var til að endurskoða lög um Stjórnarráð Íslands. Í skýrslunni er m.a. lagt til að hlutverk ráðherra sé skilgreint á skýran hátt í lögum um Stjórnarráð Íslands og eftir atvikum lögum um ráðherraábyrgð. Þá verði kveðið á um samskipti ráðherra við embættismenn sem og hlutverk ráðuneytisstjóra verði betur skilgreint og afmarkað. Að mati nefndarinnar er þörf á að tryggja betur samheldni innan ríkisstjórna, m.a. í því skyni að auðvelda þeim að taka erfiðar ákvarðanir. Þetta eru nokkur af þeim áhugaverðu atriðum sem reifuð er í skýrslunni en hún er ítarlega og greinargóð um 90 bls. að lengd.

Hlaða niður skjali

Um ráðherraábyrgð og landsdóm

Nýlega birt grein í Skírni eftir Sigurð Líndal. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að réttarfarsreglur landsdómslaga hafi ekki þótt í fullu samræmi við nútímaviðhorf til sakamálaréttarfars, megi ætla með tilvísun til nýrra laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 sem eru í lögunum að landsdómur hafi öll úrræði til að haga málsmeðferð þannig að mannréttindi séu tryggð.

Hlaða niður skjali

Frumvarp til stjórnarskipunarlaga - persónukjör

Þingmannafrumvarp lagt fram af Kristni H. Gunnarsyni á löggjafarþingi 2008-2009. Frumvarpið mælir fyrir um nokkurs konar blandaða kosningarleið, persónukjörs og stjórnmálasamtaka, þannig að hver kjósandi fái tvö atkvæði annað til að kjósa framboðslista og hitt til að kjósa frambjóðanda.

Hlaða niður skjali

Samband íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar

Lokaverkefni Sunnu Axelsdóttur við Háskólann á Akureyri sem fjallar um lagalegan grundvöll sambands íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. Sunna fer yfir stöðuna hér á landi, sem og hvernig fyrirkomulag er háttað á Norðurlöndunum með sérstöku tilliti til sjálfstjórnar kirknanna.

Hlaða niður skjali

Vernd verkfallsréttarins skv. 74. gr. stjórnarskrárinnar

Elín Blöndal lögfræðingur fjallar um verkfallsréttinn í fjórum alþjóðasáttmálum. Titill greinarinnar vísar til þess að Elín reynir að varpa ljósi á vernd 74. gr. stjórnarskráinnar m.a. í ljósi niðurstöðu í dómi Hæstaréttar frá 14. nóvember 2002. Í málinu reyndi á stjórnskipulegt gildi löggjafar, er mælti fyrir um bann við verkföllum fiskimanna, andspænis verkfallsréttinum sem nýtur stjórnarskrárverndar 74. gr. stjskr. Greinin birtist í Tímariti lögfræðinga árið 2003.

Hlaða niður skjali

Stjórnsýsludómstólar á Íslandi

Jana Friðfinnsdóttir lögfræðingur fjallar um hvort rétt sé að setja á stofn stjórnsýsludómstóla, kosti og galla þess m.a. hvort réttarfarshagræði sé fólgið í slíkum dómstólum. Greinin birtist í Úlfljóti, tímariti laganema við Háskóla Íslands 2006.

Hlaða niður skjali

Kirkjan, trúfrelsið og jafnrétti trúfélaga

Steingrímur Gautur Kristjánsson fjallar um réttarreglur sem gilda um íslensku þjóðkirkjuna og samskipti trúfélaga hér á landi og í Evrópu. Greinin birtist í afmælisriti Guðmundur Ingvi Sigurðsson áttræður árið 2002.

Hlaða niður skjali

Staða utanríkismálanefndar Alþingis í ljósi Íraksmálsins

Bjarni Már fjallar um stöðu og hlutverk utanríkismálanefndar Alþingis. Bjarni kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að ef styrkja eigi hlutverk nefndarinnar mætti mögulega tengja hana við núverandi 21. gr. stjórnarskrárinnar. Greinin birtist í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla árið 2006.

Hlaða niður skjali

Tjaldað til einnar nætur. Uppruni bráðabirgðastjórnarskrárinnar.

Grein frá Guðna Th. Jóhannssyni sagnfræðingi sem birtist í vefritinu stjórnmál og stjórnsýsla þann 30. júní síðastliðinn.

Hlaða niður skjali

Tillaga um mannréttindi í stjórnarskrá

Grein eftir Guðmund Alfreðsson prófessor í lögum við Háskólann í Lundi. Í grein sinni, sem birt var í Skírni, leggur Guðmundur fram tillögu um nýjan upphafskafla íslensku stjórnarskrárinnar. Tillagan snýst aðallega um mannréttindi, og hvílir á þjóðréttarlegum skuldbindingum ríkisins.

Hlaða niður skjali

Staða og áhrif mannréttindasamninga Sameinuðu þjóðanna að íslenskum rétti

Grein eftir Björgu Thorarensen sem birtist í ritinu Mannréttindasamningar Sameinuðu þjóðanna árið 2009. Björg fjallar um áhrif alþjóðamannréttindasamninga, einkum Sameinuðu þjóðanna, á þróun íslensks réttar, einkum á síðustu tveimur áratugum.

Hlaða niður skjali

Friðhelgi einkalífs og fjölskyldu og réttur til að stofna til hjúskapar

Björg Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti fjallar um vernd friðhelgi einkalífs og fjölskyldu samkvæmt 8. gr. Mannréttindsáttmála Evrópu. Greinin birtist í fræðiritinu Mannréttindasáttmáli Evrópu: meginreglur, framkvæmd og áhrif á íslenskan rétt árið 2005.

Hlaða niður skjali

Trúarbrögð og mannréttindi

Páll Sigurðsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands fjallar um trúfrelsi og jafnræði trúfélaga á Íslandi. Greinin birtist í Lagaskuggsjá árið 2004.

Hlaða niður skjali

Einkaréttaráhrif Mannréttindasáttmála Evrópu og skyldur ríkja til athafna samkvæmt sáttmálanum

Grein eftir Björgu Thorarensen prófessor í lögum sem birtist í Afmælisriti Gauks Jörundssonar árið 1994. Björg fjallar um einkaréttaráhrif Mannréttindasáttmála Evrópu, en með því er átt við hvort einstaklingar eru bundnir af ákvæðum sáttmálans eða hvort hann hefur áhrif á lögskipti milli einstaklinga.

Hlaða niður skjali

Tjáningarfrelsi og bann við útbreiðslu kynþáttafordóma

Björg Thorarensen prófessor fjallar um bann við því að menn tjái opinberlega skoðanir sínar sem lýsa kynþáttahatri og kynþáttafordómum og hvernig það samrýmist grundvallarreglunni um vernd tjáningarfrelsis í lýðræðisþjóðfélagi. Greinin birtist í Úlfljóti, tímariti laganema við Háskóla Íslands, árið 2002.

Hlaða niður skjali

Forseti Íslands og synjunarvaldið

Grein eftir Sigurð Líndal prófessor emeritus sem fjallar um túlkun á 26. gr. stjórnarskráinnar er varðar synjunarvald forseta eða málskotsrétt hans til þjóðarinnar er hann neitar að undirrita lög.

Hlaða niður skjali

Réttarreglur um íslenska tungu

Grein eftir Þór Vilhjálmsson sem birtist í afmælisriti Sigurðar Líndal, Líndælu. Fjallar hann um lagareglur og skyldar reglur, sem mæla fyrir um notkun móðurmálsins.

Hlaða niður skjali

Endurskoðun stjórnarskrárinnar

Grein eftir Sigurð Líndal þar sem hann lýsir sínum viðhorfum til endurskoðunar eða breytinga á stjórnarskránni.

Hlaða niður skjali

Þjóðareign - þýðing og áhrif stjórnarskrárákvæðis um þjóðareign á auðlindum sjávar

Bók gefin út af RSE, rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál. Í ritinu er að finna ritgerðir eftir höfunda úr ýmsum áttum, um eignarrétt og auðlindir sjávar. Ritið er mjög yfirgripsmikið enda um 160 bls.

Hlaða niður skjali

Þjóðmálaumræðan og þjóðareignin

Grein eftir Helga Áss Grétarsson sérfræðing hjá lagastofnun Háskóla Íslands. Greinin birtist í tímaritinu Ægi árið 2010.

Hlaða niður skjali

Hvenær verður minnihluti atkvæða að meirihluta fulltrúa?

Ólafur Þ. Harðarsson prófessor og Inriði H. Indriðason lektor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands fjalla um tengslin á milli atkvæðahlutfalls og stjórnarmeirihluta í skoðanakönnunum og í bæjarstjórnarkosningum 1930-2002. Greinin varðar kosningarkerfið sem við búum við, tengslin á milli prósentutölu fylgis og fulltrúafjöldans o.s.frv.

Hlaða niður skjali

Upplýsingaskylda ráðherra við alþingi

Grein eftir Ásmund Helgason sem birtist í Tímariti lögfræðinga árið 2009. Ásmundur fjallar um upplýsingarrétt þingmanna andspænis upplýsingaskyldu ráðherra. Upplýsingaréttur þingmanna er m.a. áréttaður í 54. gr. stjórnarskrárinnar þar sem þingmenn geta lagt fram fyrirspurn um tiltekin mál. Stór hluti af verksviði ráðherra snýst um samskipti við Alþingi og þar ber honum að rökstyðja stjórnarathafnir sínar. Þessi samskipti kalla á miðlun upplýsinga úr stjórnsýslunni til Alþingis. Hér flettir Ásmundur upp þeim hnökrum sem eru á framangreindu upplýsingaflæði í dag.

Hlaða niður skjali

Umhverfi og auðlindir - Stefnum við í átt til sjálfbærrar þróunar?

Skýrsla umhverfisráðuneytisins frá 2009 um samspil manns og náttúru, ástand umhverfisþátta hér á landi og í öðrum löndum. Ítarlega er fjallað um sjálfbæra neyslu og framleiðslu og loftlagsbreytingar af mannavöldum.

Hlaða niður skjali

Frumvarp til laga um meginreglur umhverfisréttar

Lagt fyrir Alþingi 2006-2007.

Hlaða niður skjali

Tjáningarfrelsi og skoðanafrelsi - sérstaklega í umræðum um almenn málefni.

Grein eftir Hörð Einarsson sem birtist í afmælisriti Davíðs Oddsonar.

Hlaða niður skjali

Um sameign íslensku þjóðarinnar

Grein eftir Helga Áss Grétarsson sem birtist í Rannsóknir í Félagsvísindum VII árið 2007. Helgi fjallar um hvort nytjastofnar sjávar geti talist sameign þjóðarinnar eður ei.

Hlaða niður skjali

Glærur Ragnhildar Helgadóttur um stjórnarskrá Íslands

Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við Lagadeild Háskólans í Reykjavík hélt örnámskeið um stjórnarskrá lýðveldisins. Hægt er að nálgast glærur frá námskeiðinu hér.

Hlaða niður skjali

Pólitískt umboð og ábyrgð ráðherra á Íslandi

Grein eftir Gunnar Helga Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði sem birtist í Rannsóknir í félagsvísindum VI: lagadeild og varðar vald, störf og ábyrgð ráðherra hér á landi.

Hlaða niður skjali

Kynning stjórnlaganefndar

Glærur sem stjórnlaganefnd hefur stuðst við í kynningu á endurskoðunarferli stjórnarskrárinnar samkvæmt lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010. Stjórnlaganefnd var að ljúka við fundarröð vítt og breitt um landið. Haldnir voru sjö borgarafundir þar sem ferlið var kynnt og íbúum var gefin kostur á að koma sínum sjónarmiðum sínum um inntak stjórnarskrárinnar á framfæri og fræðast nánar um endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Hlaða niður skjali

Þingræði á Íslandi

Grein eftir Bjarna Benediktsson frá árinu 1956 sem birtist í Tímariti lögfræðinga. Fjallar hann um starfsemi Alþingis, starfshætti og ágalla þingræðisins.

Hlaða niður skjali

Ný stjórnarskrá fyrir Svíþjóð

Sænsk skýrsla eftirlitsnefndar lýðræðis þar í landi. Í skýrslunni er tekið á flóknum álitaefnum svo sem hvort hægt sé að breyta stjórnarháttum í þróuðum lýðræðisríkjum með endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þá er ennfremur kannað hvort eyða megi vandamálum í samfélagsgerðinni með stjórnarskrárbreytingum. Til dæmis er tekið á því hvort breytingar á stjórnskipan geti komið til móts við óánægju almennings með stjórnmálamenn, en rekstur opinberra stofnana er í höndum þeirra. Pólitík spili stóra rullu við þann reksktur sem hafi valdið vaxandi vantrausti á trúverðugan rekstur þeirra stofnana með almannahagsmuni að leiðarljósi á undanförnum árum og áratugum.

Hlaða niður skjali

Er sjálfbær þróun lagalegt hugtak?

Grein eftir Aðalheiði Jóhannsdóttur sem birtist í Rannsóknir í Félagsvísindum V árið 2004. Greinin fjallar um eitt af lykilhugtökum umhverfisréttarins, sjálfbæra þróun. Höfundur leitast við að skilgreina inntak þess og meðal annars á hvaða forsendum lagareglum verði mótaðar eða gildandi reglum beitt svo að sjálfbærri þróun verði náð.

Hlaða niður skjali

Um afmörkun og endurmat á stjórnskipulegri stöðu forseta Íslands

Ný grein eftir Björgu Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti um hlutverk og stöðu forseta Íslands.

Hlaða niður skjali

Blaðagrein - Ráðherrarnir út fyrir vegginn

1. hluti af umfjöllun Fréttablaðsins um endurskoðun á stjórnarskránni, 12. febrúar 2009.

Hlaða niður skjali

Þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu (s. Folkomröstningar i Europa)

Sænsk skýrsla frá árinu 2007 sem hefur að meðal annars að geyma samanburðarrannsókn á þjóðaratkvæðagreiðslum og þjóðarfrumkvæði í Evrópu. Skýrslan er á sænsku og er talsvert yfirgripsmikil eða rúmlega 120 bls.

Hlaða niður skjali

Stjórnarskrá og mannréttindi

Sigurður Líndal fyrrv. prófessor við Háskóla Íslands fjallar um mannréttindákvæði stjórnarskrárinnar sem tóku gildi árið 1995. Sigurður setur fram nokkrar tillögur að mannréttindaákvæðum, sem og ákvæði sem fjalla um skyldur borgarana.

Hlaða niður skjali

Guidebook to Direct Democracy

Fræðirit um beint lýðræði, þjóðarfrumkvæði og þjóðaratkvæðagreiðslur. Fjallað er almennt um þróun lýðræðis í Sviss og öðrum Evrópuríkjum.

Hlaða niður skjali

Valdheimildir löggjafans og úrskurðarvald dómstóla

Grein eftir Davíð Oddson sem birtist í Tímariti lögfræðinga árið 2002. Davíð fjallar um mörk löggjafarvalds og dómsvalds í tilefni af dómi Hæstiréttar um tekjutryggingu öryrkja sem gekk árið 2000.

Hlaða niður skjali

Nokkur ákvæði í erlendum stjórnarskrám um auðlindir og umhverfisrétt

Hér er að finna stutta samantekt þar sem valið er að handahófi ákvæði í stjórnarskrám annarra ríkja er varða auðlindir, nýtingu þeirra og umhverfisrétt. Nokkrum ákvæði eru fremst í skjalinu í íslenskri þýðingu.

Hlaða niður skjali

Stjórnarskrá um hin sérstöku málefni Íslands frá árinu 1874

Fyrsta stjórnarskráin afhent af Kristjáni IX danakonungi á aldarafmæli Íslands árið 1874.

Hlaða niður skjali

Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands frá árinu 1920

Stjórnarskrá sem Íslendingar fengu árið 1920. Stjórnarskráin var sett í kjölfar sambandslaganna árið 1918, en þá höfðu orðið miklar breytingar á stjórnskipun Íslands.

Hlaða niður skjali

Greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 97/1995

Greinargerð sem fylgdi frumvarpi til stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995. Með lögunum var mannréttindakafla stjórnarskrárinnar breytt árið 1995. Feril málsins er að finna á heimasíðu Alþingis, sjá hér: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=118&mnr=297

Hlaða niður skjali

Vernd viðskiptalegrar tjáningar fyrirtækja

Grein eftir Eirík Jónsson dósent við lagadeild Háskóla Íslands sem birtist í Rannsóknir í félagsvísindum IX: lagadeild. Eiríkur fjallar um þá vernd sem fyrirtæki njóta á grundvelli tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar,sbr. 73. gr.

Hlaða niður skjali

Dómarastarfið og meðferð dómsvaldsins

Grein eftir Sigríði Ingvarsdóttur dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Greinin birtist í Lögréttu, Tímariti laganema við Háskólann í Reykjavík árið 2005. Í greininni leitast Sigríður við að skilgreina hugtakið dómsvald, leita eftir hvað sé fólgið í sjálfstæði og hlutleysi dómsvaldsins og ennfremur hverjar séu takmarkanir dómsvaldsins. Þá fjallar Sigríður stuttlega um dómarastarfið.

Hlaða niður skjali

Um stjórnskipulega eignarréttarvernd aflaheimilda

Skúli Magnússon, ritari EFTA dómstólsins, reynir að svara í grein sinni hvort aflaheimildir verði taldar til eignar í skilningi 72. gr. stjórnarskrárinnar. Skúli kemst að þeirri niðurstöðu að löggjafinn geti breytt núgildandi fyrirkomulagi við fiskveiðistjórn án þess að það leiði til bótaskyldu vegna missis eða skerðingar aflaheimilda. Skúli á hér við beinan eignarrétt í skilningi 72. gr. en tekur ekki afstöðu til annarrar eignarréttarverndar t.d. óbeins eignarréttar. Grein Skúla er skrifuð árið 1997 en lögin hafa ekki breyst í veigamiklum atriðum frá þeim tíma.

Hlaða niður skjali

Synjunarvald forseta

Grein eftir Þór Vilhjálmsson um inntak 26. gr. stjórnarskrárinnar sem birtist í afmælisriti Gauks Jörundssonar árið 1994.

Hlaða niður skjali

Dómstólar geta ekki vikið sér undan því að að taka afstöðu - Um vernd efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda fyrir dómstólum

Grein eftir Kára Hólmar Ragnarsson hdl. sem fjallar um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi í íslenskum rétti. Greinin birtist í Úlfljóti, tímariti laganema við Háskóla Íslands, árið 2009.

Hlaða niður skjali

Áhrif Mannréttindasáttmála Evrópu á vernd tjáningarfrelsis að íslenskum rétti

Björg Thorarenseon prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands fjallar um áhrif Mannréttindasáttmála Evrópu á tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Greinin birtist í Tímarit lögfræðinga árið 2003.

Hlaða niður skjali

Skýrsla Evrópuráðsins um stöðu sveitarfélaga á Íslandi

Skýrsla Evrópuráðsins um stöðu sveitarfélaga hér á landi, sérstaklega í ljósi efnahagshrunsins.

Hlaða niður skjali

Hverjar eru sögulegar rætur 26. greinar íslensku stjórnarskrárinnar

Sérfræðingar á sviði stjórnskipunarréttar svara spurningu SÖGU vorið 2010 um umdeilda 26. gr. stjórnarskráinnar. Þeir sem svara eru Eiríkur Tómasson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Eiríkur Bergmann dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Allþingis, Helgi Skúli Kjartansson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, Ragnheiður Kristjánsdóttir aðjúnkt í sagnfræði við Háskóla Íslands, Ragnhildur Helgadóttir prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Svanur Kristjánsson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og Þorsteinn Pálsson fv. forsætisráðherra.

Hlaða niður skjali

Sjálfstæði ráðherra og þingræðisreglan

Grein frá Gunnari Helga Kristinssyni þar sem hann fjallar um hvort sjálfstæði ráðherra, eins og það hefur verið túlkað af íslenskum lögfræðingum, samrýmist þingræðisreglunni. Greinin birtist í vefritinu Stjórnmál og stjórnsýsla veftímarit.

Hlaða niður skjali

Frumvarp með stjórnarskrá lýðveldisins Íslands frá 1944

Frumvarp sem fylgdi með stjórnarskránni þegar hún var lögð fyrir þingið. Stjórnarskráin tók hins vegar nokkrum breytingum í meðförum þingsins m.a. hlutverk og staða forseta.

Hlaða niður skjali

Skýrsla félagsmálaráðherra um sveitarstjórnarmál

Skýrsla um stöðu sveitarstjórnarstigsins lögð fyrir Alþingi árið 2006. í skýrslunni er að finna upplýsingar um helstu þætti sem skipta máli í laga- og starfsumhverfi sveitarfélaga og sveitarstjórnarmanna, svo sem um fjármál sveitarfélaga, lögmælt og ólögmælt verkefni sveitarfélaga, lýðræði í sveitarfélögum og samskipti sveitarféalga við ríkisvaldið. Einnig er lítillega fjallað um stöðu íslenskra sveitarfélaga í alþjóðlegu samhengi.

Hlaða niður skjali

Mannréttindi

Fyrirlestur Ólaf Jóhannessonar um mannréttindi frá árinu 1949, en Ólafur var prófessor í lögum við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn kom út á prenti árið 1951 í fræðiritinu Samtíð og saga. Ólafur Jóhannesson hefur jafnan verin talin faðir stjórnskipunarréttar hér á landi. Hann gaf út fyrsta heildarritið á sviði stjórnskipunarréttar árið 1960. Fræðiritið, sem ber heitið Stjórnskipun Íslands, á enn fullt erindi við stjórnskipunarrétt dagsins í dag, að minnsta kosti að því leyti sem stjórnarskrárákvæðum hefur ekki verið breytt, en ritið hefur verið endurútgefið margoft frá árinu 1960.

Hlaða niður skjali

Vald dómstóla til að endurskoða stjórnvaldsákvarðanir

Ragnhildur Helgadóttir prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík fjallar um hvort dómstólar megi hrófla við frjálsu mati stjórnvalda og geti ekki undir ákveðnum kringumstæðum endurskoðað ákvarðanir þeirra. Ragnhildur skoðar dómaframkvæmd og reynir að varpa ljósi á hvernig endurskoðun dómstóla á stjórnvaldsákvörðunum er háttað. Að mati Ragnhildar eru færri takmarkanir á endurskoðunarvaldi dómstóla nú viðurkenndar en áður fyrr. Greinin birtist í Tímariti lögfræðinga árið 2005.

Hlaða niður skjali

Úrskurðarvald dómstóla um stjórnskipulegt gildi laga

Grein eftir Ragnhildi Helgadóttur prófessor við lagadeild Háskóla Reykjavíkur sem birtist í Afmælisriti Þórs Vilhjálmssonar árið 2000. í greininni er fjallað um endurskoðunarvald dómstóla á stjórnskipulegu gildi laga þ.e. endurskoðun á ákvörðun löggjafans. Í þeim tilvikum er skoðað hvort löggjöf sé samþýð stjórnarskrá, það er brjóti ekki í bága við hana. Oftast reynir á þetta vald dómstóla þegar talið er að mannréttindi hafi verið brotin með löggjöf.

Hlaða niður skjali

Beiting Hæstaréttar Íslands á lögum um Mannréttindasáttmála Evrópu

Grein eftir Davíð Þór Björgvinsson, dómara við Mannréttindadómstól Evrópu sem birtist í Tímariti lögfræðinga árið 2003.

Hlaða niður skjali

Ákvæði 1. mgr. 68. gr. um bann við ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu

Grein eftir Róbert R. Spanó prófessor við Háskóla Íslands sem birtist í ritinu Lögberg. Í greininni er fjallað um þýðingu og inntak 1. mgr. 68. gr. stjórnarskrárinnar sem kveður á um bann við pyndingum, ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.

Hlaða niður skjali

Saklaus uns sekt er sönnuð - Hvað felst í fyrirmælum 2. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar

Grein eftir Eirík Tómasson prófessor í stjórnskipunarrétti um inntak 2. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar sem ná til hugtaksins saklaus uns sekt er sönnuð og hugtaksins réttlát málsmeðferð fyrir dómi í víðtækri merkingu. Greinin birtist í Afmælisriti Gunnars G. Schram.

Hlaða niður skjali

Trúfrelsi, sannfæringarfrelsi og jafnrétti í íslensku stjórnarskránni

Oddný Mjöll Arnardóttir skrifar um trúfrelsi í tengslum við jafnrétti í grein sem birt var í Guðrúnarbók, bók til heiður Guðrúnar Erlendsdóttur fyrrum Hæstaréttardómara, sem gefin var út árið 2006 af Hinu íslenska bókmenntafélagi.

Hlaða niður skjali

Frumvarp til stjórnarskipunarlaga lagt fram árið 1983

Gunnar Thoroddsen þáverandi forsætisráðherra lagði fram árið 1983 heildstæða stjórnarskrá þ.e. frumvarp til stjórnarskipunarlaga. Frumvarpið var afurð stjórnarskrárnefndar sem skipuð var árið 1972 til að vinna að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Sátu sjö manns í nefndinni sem kosin var af Alþingi. Frumvarpið er eina heildstæða stjórnarskráin sem hefur verið lögð fyrir Alþingi frá samþykkt núgildandi stjórnarskrá árið 1944.

Hlaða niður skjali

Hvað segja lögin? Sameignarauðlindir eru mannréttindi

Grein eftir Þorvald Gylfason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands sem birtist í Ragnarsbók: Fræðirit um mannréttindi árið 2009.

Hlaða niður skjali

Rökræðulýðræði, borgaravitund, lífpólitík

Grein eftir Vilhjálm Árnason prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands sem birtist í Ragnarsbók: Fræðirit um mannréttindi. Bókin kom út árið 2009 og er tileinkuð Ragnari Aðalsteinssyni hæstaréttarlögmanni.

Hlaða niður skjali

Stjórnskipunarþróun í Evrópu

Skýrslan var unnin af Páli Þórhallssyni að beiðni stjórnarskrárnefndar sem starfaði frá árinu 2005 til ársins 2007. Efnið er hluti af skýrslu sem nefndin gaf út í febrúar 2007 en skýrslan var m.a. afrakstur vinnu nefndarinnar við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Í grein Páls er að finna mjög gott yfirlit um samanburð á stjórnarskipun Evrópuríkja.

Hlaða niður skjali

Frá lútherskri kirkjuskipan til almenns trúmálaákvæðis - Hugsanleg endurskoðun á trúmálabálki stjórnarskrárinnar

Hjalti Hugason prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands fjallar um endurskoðun á kirkjuskipan í stjórnarskránni. Birtist í rökstólum Úlfljóts, tímarits laganema árið 2005.

Hlaða niður skjali

Stjórnarskrá er ekki jeppi

Gunnar Karlsson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands lýsir viðhorfum sínum til stjórnarskrár og endurskoðunar hennar. Spurningin: ,,Er þörf á stjórnarskrárbreytingu?" var lögð fyrir Gunnar árið 2005 sem hluti af rökstólum Úlfljóts, tímarits laganema við Háskóla Íslands, í ljósi þess að skipuð var stjórnarskrárnefnd sama ár sem bar að endurskoða sérstaklega I., II. og V. kafla stjórnarskrárinnar.

Hlaða niður skjali

Hæstiréttur og stjórnarskráin

Grein eftir Ragnhildi Helgadóttur og Þór Vilhjálmsson. Í greininni fjalla höfundar um beitingu Hæstaréttar á ákvæðum stjórnarskrárinnar.

Hlaða niður skjali

Sérskipaðar rannsóknarnefndir

Grein eftir Bryndísi Hlöðversdóttur og deildarforseta lagadeildar Háskólans á Bifröst. Fyrst er vikið að lagareglum í Danmörku og Noregi um rannsóknarnefndir, en hér á landi er ekki að finna almenna lagasetningu um rannsóknarnefndir.

Hlaða niður skjali

Stjórnarskrárákvæði um framsal ríkisvalds

Grein eftir Írisi Lind Sæmundsdóttur lögfræðing hjá Utanríkisráðuneytinu er birtist í Úlfljóti, tímariti laganema, árið 2008. Fjallar Íris um stjórnskipulegar heimildir til framsals hér á landi og á Norðurlöndunum en heimild til framsals ríkisvalds er ekki að finna í íslensku stjórnarskránni. Þá leggur Íris fram tillögur til íslensks framsalsákvæðis.

Hlaða niður skjali

Ráðherraábyrgð

Grein eftir Andra Árnason lögmann sem birtist í Tímariti lögfræðinga haustið 2009. Í greininni tekur Andri fyrir lög um ráðherraábyrgð og sambærilegar gildandi reglur í Danmörku og Noregi. Andri dregur í lokin sjálfstæðar ályktanir af umfjölluninni og tæpir á lögfræðilegum álitaefnum sem hann telur að komi upp við beitingu laganna. Þess má geta að þegar greinin kom út hafði aldrei reynt á lög um ráðherraábyrgð hér á landi.

Hlaða niður skjali

Greinarflokkur um endurskoðun stjórnarskrárinnar í Finnlandi

Greinar sem birtust í Fréttablaðinu árið 2006 um reynslu Finna af stjórnarskrárvinnu þeirra. Finnar settu sér nýja stjórnarskrá árið 1999.

Hlaða niður skjali

Stjórnarskrárfesta: grundvöllur lýðræðis

Grein eftir Ágúst Þór Árnason brautastjóra við Háskólann á Akureyri sem birtist í Skírni 1999.

Hlaða niður skjali

Um auðlindir í íslenskum rétti

Ítarleg skýrsla eftir Þorgeir Örlygsson, núverandi dómara við EFTA dómstólinn í Luxembourg. Skýrslan var gefin út af forsætisráðuneytinu árið 1999 vegna þáverandi vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Hlaða niður skjali

Lýðveldið, stjórnskipun og staða forseta

Grein eftir Ágúst Þór Árnason, brautastjóra við Háskólann á Akureyri sem birtist í Lögfræðingi, tímariti laganema við Háskólann á Akureyri.

Hlaða niður skjali

Umhverfisréttur og stjórnarskráin

Grein eftir Aðalheiði Jóhannsdóttur prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Greinin birtist í Úlfljóti, tímariti laganema við Háskóla Íslands árið 2005.

Hlaða niður skjali

Er þjóðareign ríkiseign?

Stutt grein eftir Skúla Magnússon ritara við EFTA dómstólinn, sem jafnframt situr í stjórnlaganefnd. Greinin birtist í Fréttablaðinu, 16. mars 2007.

Hlaða niður skjali

Inntak og beiting 15. gr. stjórnarskrárinnar

Grein eftir Ragnhildi Helgadóttur prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík og Margréti Völu Kristjánsdóttur lektors við lagadeild sama skóla. Grein birtist í Lögréttu, Tímariti laganema við Háskólann í Reykjavík. 15. gr. stjórnarskrárinnar fjallar um skipun ráðherra. Í greininni taka höfundar fyrir inntak og framkvæmd ákvæðisins, varðandi skipun og verkaskiptingu ráðherra.

Hlaða niður skjali

Þingsályktunartillaga um aðgreiningu löggjafar- og framkvæmdarvalds - Vilmundur Gylfason

Þingsályktunartillaga Vilmundar Gylfasonar fyrrum þingmanns, lögð fram árið 1982, um gerð frumvarps til stjórnarskipunarlaga um aðgreiningu löggjafar- og framkvæmdarvalds.

Hlaða niður skjali

Um dómsvaldið, faglegt mat á hæfni dómara og hlutverk dómstóla í réttarríkinu

Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari spyr í grein sinni grundvallarspurninga um dómsvaldið og hlutverk dómstóla. Þá skoðar hún sögulegan bakgrunn dómsvaldsins og hugmyndafræðina, sem liggur þar til grundvallar. Greinin birtist í Tímariti lögfræðinga árið 2004.

Hlaða niður skjali

Stjórnarskrárhyggja og stjórnarskrárígildi alþjóðlegra mannréttindasáttmála

Grein eftir Hafstein Þór Hauksson lektor við lagadeild Háskóla Íslands sem birtist í Úlfljóti, Tímariti laganema árið 2008.

Hlaða niður skjali

Togstreita markaðar og réttarríkis

Grein frá Herdísi Þorgeirsdóttur sem birtist í Bifröst, riti Háskólans á Bifröst og hefur að geyma safn fræðigreina.

Hlaða niður skjali

Stjórnarskrárbundið fullveldi Íslands

Grein eftir Kristrúnu Heimisdóttir lögfræðing sem birtist í Tímariti lögfræðing árið 2003.

Hlaða niður skjali

Eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu

Stutt ritstjórnargrein Róbert R. Spanó í Tímariti lögfræðinga árið 2009.

Hlaða niður skjali

Eftirlits - og rannsóknarhlutverk Alþingis - forsenda ráðherraábyrgðar

Grein eftir Bryndísi Hlöðversdóttur sem birtist í Rannsóknir í félagsvísindum VI: lagadeild. Eins og heiti greinarinnar gefur til kynna, fjallar um hún eftirlits - og rannsóknarhlutverk Alþingis sem grundvallast á þingræðisreglunni.

Hlaða niður skjali

Beiting ákvæða um efnahagsleg og félagsleg mannréttindi í stjórnarskrá og alþjóðasamningum

Grein eftir Björgu Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands sem birtist í Tímariti lögfræðinga vorið 2001. Höfundur gerir grein fyrir hvaða mannréttindi teljast til efnahagslegra og félagslegra réttinda, hvert sé eðli þeirra og tæpt á sögu og uppruna slíkra réttinda. Sérstök áhersla er lögð á 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar í ljósi dóms Hæstaréttar frá 19.desember árið 2000 í máli Öryrkjabandalags Íslands gegn íslenska ríkinu.

Hlaða niður skjali

Áhrif meðalhófsreglu við skýringu stjórnarskrárákvæða

Grein eftir Björgu Thorarensen prófessor við lagadeild Háskóla Íslands sem birtist í ritinu Lögberg árið 2003. Höfundur fjallar um meðalhófsreglu stjórnskipunarréttar og hvaða áhrif reglan hefur við skýringu stjórnarskrárákvæða í íslenskri réttarframkvæmd.

Hlaða niður skjali

Mannréttindi í sögu og vitund Íslendinga

Grein eftir Ágúst Þór Árnason núverandi brautarstjóra við lagadeild Háskólans á Akureyri sem birtist í Skírni árið 1994.

Hlaða niður skjali

Stjórnarskrárbundnar meginreglur og stjórnarskrárvarin réttindi

Grein eftir Dóru Guðmundsdóttur sem birtist í Guðrúnarbók árið 2006.

Hlaða niður skjali

Tvískipt ríkisvald?

Ritstjórnargrein eftir Friðgeir Björnsson sem birtist í Tímariti lögfræðinga vorið 1999.

Hlaða niður skjali

Samsteypustjórnir og sjálfstæði ráðherra

Grein eftir Gunnar Helga Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði. Í greininni er fjallað um sjálfstæði ráðherra í norðanverðri Evrópu og aðferðir samsteypustjórna við að hafa taumhald á þeim. Staðan á Íslandi er því skoðuð í alþjóðlegu samhengi hvað varðar stöðu ráðherra.

Hlaða niður skjali

Hvernig má tryggja hæfilega valddreifingu í íslenskri stjórnskipun?

Grein eftir Eirík Tómasson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Eiríkur leitast við að svara tveimur spurningum, annars vegar hvort hæfileg dreifing ríkisvaldsins milli ólíkra valdhafa, þannig að þeir hafi visst taumhald hver á öðrum, sé æskileg í lýðræðisríki, eins og á Íslandi og hins vegar hvort slík valddreifing sé nægilega tryggð samkvæmt stjórnskipun hér á landi.

Hlaða niður skjali

Inngangur að stjórnskipun

Stutt en greinargott skjal sem hefur að geyma upplýsingar um megineinkenni íslenskrar stjórnskipunar. Ætlað til fróðleiks fyrir þátttakendur á þjóðfundi og aðra sem hafa áhuga á málefnum stjórnarskrárinnar.

Hlaða niður skjali

Stofnun lýðveldis - Nýsköpun lýðræðis

Grein frá Svani Kristjánssyni sem birtist í Skírni árið 2002.

Hlaða niður skjali

Eiga Íslendingar að skrifa nýja stjórnarskrá?

Lokaritgerð við Háskólann á Bifröst eftir Sævar Ara Finnbogason sem kom út núna í ágúst 2010. Fjallar hann gaumgæfilega um umræðu um stjórnarskrármál og stjórnlagaþing og um nýja stjórnarskrá.

Hlaða niður skjali

Stjórnarskráin og fólkið

Grein eftir Ragnar Aðalsteinsson lögmann sem birtist í rökstólum Úlfljóts, tímarits laganema árið 2005. Ragnar fjallar stuttlega um stjórnlagaþing og fullveldi fólksins sem og önnur atriði tengd endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Hlaða niður skjali

Alþingi í ljósi samþættingar löggjafarvalds og framkvæmdarvalds.

Grein eftir Þorstein Magnússon, aðstoðarskrifstofustjóra Alþingis. Í greininni er m.a. fjallað um starfsumhverfi Alþingis og hlutverk þess. Þá er skoðað hvernig samþættingu löggjafar- og framkvæmdarvalds er háttað og ennfremur kannað framkvæmd og stjórnskipun hvað það varðar á Norðurlöndunum.

Hlaða niður skjali

Eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu

Ítarleg skýrsla frá vinnuhóp sem forsætisnefnd fól að fara yfir núgildandi lagareglur, er varða eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu, og bar hópnum m.a. að leggja mat á hvort breytinga væri þörf í þeim efnum. Skýrslan er mjög ítarleg og aftast má sjá sjá breytingartillögur starfshópsins frá blaðsíðu 282 og áfram.

Hlaða niður skjali

Pólitísk ábyrgð ráðherra - samspil þingræðisreglu og þingeftirlits

Grein eftir Ragnhildi Helgadóttur sem birtist í Tímariti lögfræðinga haustið 2009. Ragnhildur fjallar meðal annars um inntak, eðli og áhrif þingræðisreglunnar á þingeftirlit og ábyrgð ráðherra. Ennfremur er að finna umfjöllun um réttarstöðu varðandi pólitíska ábyrgð ráðherra og endamörk lagareglna er henni tengjast.

Hlaða niður skjali

Constitution Building Processes and Democratization

Áhugavert efni um stjórnskipunarþróun og gerð stjórnarskrár sem og lýðræðisvæðingu. Í skýrslunni má til að mynda finna kafla er fjallar um tengslin milli lýðræðis og stjórnarskrár. Gefið út af IDEA, sem er alþjóðleg lýðræðis- og kosningastofnun staðsett í Stokkhólmi.

Hlaða niður skjali

Áfangaskýrsla auðlindanefndar - Inngangur

Skýrsla nefndar frá árinu 1999 sem fjallar um auðlindir í íslenskum rétti í heild sinni. Samfara skýrslunni var lögð fram tillaga um stjórnarskrárbreytingu sem náði ekki fram að ganga.

Hlaða niður skjali

Stjórnarskráin og meðferð utanríkismála

Grein eftir Björgu Thorarensen prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands. Greinin birtist í 60 ára afmælisriti Úlfljóts, tímariti laganema við Háskóla Íslands árið 2007. Í greininni er meðal annars fjallað um inntak 21. gr. stjórnarskrárinnar sem varðar aðkomu Alþingis að meðferð utanríkismála, en alþjóðasamskipti falla að mestu undir verksvið framkvæmdarvaldsins.

Hlaða niður skjali

...,,einungis eftir lögunum"

Grein eftir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmann sem birtist í Úlfljóti tímariti laganema við Háskóla Íslands árið 2000. Ragnar fjallar um hlutverk dómstóla og endurskoðunarvald þeirra gagnvart ákvörðunum löggjafans. Örlítið er fjallað um grundvallarhugtök stjórnskipunarinnar svo sem um lýðræði, stjórnarskrárfestu, mannréttindi og réttarríkið.

Hlaða niður skjali

Helstu hugtök um stjórnarskrá og stjórnskipun

Helstu hugtök stjórnskipunarréttarins eru útskýrð stuttlega og hnitmiðað. Einkar handhægt fyrir fróðleiksfúsa þjóðfundargesti og aðra áhugasama.

Hlaða niður skjali

Greinarflokkur um endurskoðun stjórnarskrárinnar 2009

Greinarflokkur um stjórnarskrána og endurskoðun hennar sem birtist í Fréttablaðinu, febrúar 2009.

Hlaða niður skjali

Greinarflokkur um endurskoðun stjórnarskrárinnar frá 2005

Ítarlegur greinarflokkur í 15 hlutum, um hvaðeina er tengist stjórnskipun sem birtist í Fréttablaðinu árið 2005.

Hlaða niður skjali

Frumvarp til stjórnarskipunarlaga, lagt fram á 136. löggjafarþingi 2008-2009

Frumvarp til stjórnarskipunarlaga sem lagt var fram á Alþingi vorið 2009. Með frumvarpinu var lagt til að náttúruauðlindir sem ekki væru háðar einkaeignarrétti væru þjóðareign, breytingar á aðferðum við breytingar á stjórnarskránni, ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og um stjórnlagaþing. Frumvarpið náði ekki fram að ganga.

Hlaða niður skjali

Endurskoðun stjórnarskrárinnar - áfangaskýrsla frá 2007

Hér fer ítarleg skýrsla sem var afrakstur stjórnarskrárnefndar sem starfaði frá 2005-2007. Um er að ræða yfirgripsmikla skoðun á íslenski stjórnskipan og velt um þeim atriðum sem þyrfti að endurskoða í stjórnarskránni. Í skýrslunni má finna tvö fylgigögn: Ágrip af þróun stjórnarskrárinnar og Stjórnskipunarþróun í Evrópu sem eru gagnleg yfirlestrar.

Hlaða niður skjali