3. fundur A-nefndar

02.05.2011 10:00

Dagskrá:

 

  1. Fundargerð síðasta fundar.
  2. Vinnuskjal um mannréttindi.
  3. Skipulag næsta fundar.
  4. Önnur mál.

 

 

Fundargerð

3. fundur A-nefndar, haldinn mánudaginn 2. maí 2011 kl. 10.00–12.00 og 13.00–15.30.

Viðstödd voru Silja Bára Ómarsdóttir, formaður, sem stýrði fundi, Örn Bárður Jónsson, varaformaður, Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Freyja Haraldsdóttir, Illugi Jökulsson, Katrín Oddsdóttir og Þorvaldur Gylfason. Fundargerð ritaði Andrés Ingi Jónsson.

1. Fundargerð síðasta fundar

Samþykkt.

2. Vinnuskjal um mannréttindi

Umræðu um endurbætur á mannréttindakafla var haldið áfram frá síðasta fundi nefndarinnar. Illugi, Katrín og Þorvaldur lögðu fram nýjar tillögur að kaflanum, þar sem m.a. var gert ráð fyrir að endurraða efnisgreinum hans, til að endurspegla betur mikilvægi þeirra og þá afstöðu sem kom fram á þjóðfundi.

Tími gafst til að ræða hluta tillagna vinnuhópsins, en umræðum verður framhaldið á næsta fundi nefndarinnar.

3. Skipulag næsta fundar

Næsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 3. maí 2011 og hefst kl. 9.30. Þar verður lögð áhersla á þær greinar mannréttindakaflans, sem snúa að efnahagslegum og félagslegum réttindum. Vinnan miðar að því að ná að vinna sem mest úr mannréttindakaflanum, til að hægt sé að leggja hann til kynningar á ráðsfundi 5. maí nk.

4. Önnur mál

Önnur mál voru ekki rædd.

Eftirtalin erindi voru lögð fram og rædd á fundinum

33159 Lúðvíg Lárusson - Herskylda aldrei lögleidd

33186 Hagsmunasamtök heimilanna - Erindi til Stjórnlagaráðs varðandi eignarréttarákvæði

33191 Friðbjörn Níelsson - Réttur til að taka út refsivist í eigin heimalandi

33195 Lúðvíg Lárusson - Eignarréttur land- og jarðareigenda

33196 Margrét Guðmundsdóttir - Erindi til Stjórnlagaráðs varðandi ákvæði um að skerpa á eignar- og nýtingarrétti jarða

33209 Lýðræðisfélagið Alda - Fyrirtæki, félög og stofnanir lúti lýðræðislegri stjórn þeirra sem hjá þeim starfa

33409 Samtök hernaðarandstæðinga - Friðar- og afvopnunarmál