9. fundur C-nefndar - sameiginlegur

13.05.2011 10:00

Dagskrá:
  1. Umræða um Lögréttu
  2. Önnur mál

Fundargerð

9. fundur C-nefndar, haldinn 13. maí 2011, kl. 10.00–11.30, í húsnæði Stjórnlagaráðs í Ofanleiti 2, Reykjavík.

Mætt voru: Pawel Bartoszek, formaður, Erlingur Sigurðarson, Gísli Tryggvason, Guðmundur Gunnarsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, varaformaður, Katrín Oddsdóttir, Lýður Árnason og Þorvaldur Gylfason. Agnar Bragason ritaði fundargerð.

1. Umræða um Lögréttu

Rætt um þær breytingartillögur sem komu fram eftir ráðsfund 5. maí og á sameiginlegum nefndarfundum í C-nenfd.

Með tilliti til markmiða sem fram komu á síðasta fundi var rætt um útvíkkað hlutverk Hæstaréttar í tilteknum málum. Rætt um hvernig Hæstiréttur yrði skipaður í þessum sérmálum. Rætt um að ef þessi leið yrði farin væri jafnframt hægt að mæla fyrir um lagabætandi nefnd innan þings, en hún yrði þá aðeins ráðgefandi og tilheyrði kafla stjórnarskrár um störf Alþingis en ekki dómstólakafla.

Farið yfir efnisþætti allra tillagna og sett upp eftirfarandi leiðbeiningar fyrir næsta fund:
Um stjórnskipulegt gildi laga myndi dæma fjölskipaður Hæstiréttur. Um ráðherraábyrgð og lögmæti stjórnarathafna ráðherra myndi dæma fjölskipaður Hæstiréttur. Um gildi kosninga og kjörgengi myndu dómstólar dæma í stað Alþingis. Nefndarmönnum fannst þetta geta orðið grundvöllur að frekari umræðu.

2. Önnur mál

Engin önnur mál.

3. Næsti fundur C-nefndar

Ákveðið var að næsti fundur í C-nefnd yrði mánudaginn 16. maí kl. 10.00, en til hans yrði boðað með tilkynningu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.30.