8. fundur A-nefndar - sameiginlegur

11.05.2011 09:30

Dagskrá:

 

  1. Kynning á mannréttindakafla.

 

Fundargerð

8. fundur A-nefndar, haldinn miðvikudaginn 11. maí 2011 kl. 9.30-11.00.

Viðstödd voru Silja Bára Ómarsdóttir, formaður, sem stýrði fundi, Örn Bárður Jónsson, varaformaður Arnfríður Guðmundsdóttir, Dögg Harðardóttir, Freyja Haraldsdóttir, Illugi Jökulsson, Katrín Oddsdóttir og Þorvaldur Gylfason. Fundargerð ritaði Andrés Ingi Jónsson.

Fundurinn var opinn öðrum fulltrúum í Stjórnlagaráði.

Eftirtaldir fulltrúar úr öðrum nefndum tóku þátt í fundinum: Andrés Magnússon, Ari Teitsson, Ástrós Gunnlaugsdóttir, Eiríkur Bergmann Einarsson, Erlingur Sigurðarson, Guðmundur Gunnarsson, Íris Lind Sæmundsdóttir, Lýður Árnason, Ómar Þorfinnur Ragnarsson, Pawel Bartoszek, Pétur Gunnlaugsson, Salvör Nordal, Vilhjálmur Þorsteinsson og Þorkell Helgason.

1. Kynning á mannréttindakafla

Formaður nefndarinnar gerði grein fyrir tillögum að fyrstu 14 greinum mannréttindakaflans, sem tekið höfðu nokkrum breytingum frá því sem kynnt var á síðasta ráðsfundi. Yfirferðin var lengri en við var búist, þannig að á auglýstum fundartíma náðist aðeins að ræða þær greinar sem þegar höfðu verið kynntar. Var því ákveðið að fresta afgreiðslu fleiri greina, kynning á nýjum ákvæðum mannréttindakafla bíði ráðsfundar í næstu viku.